Teningur - 01.06.1989, Page 41

Teningur - 01.06.1989, Page 41
landið, og hinn samansoðni gallerístíll Súm í Reykjavík varð upphaf skiln- ings á landi og þjóð. Upp frá þessu fór ég að heimsækja ísland oftast nær árlega, og stundum tvisvar á ári. Oft hef ég dvalið marga mánuði í senn. Ég hef ekki blandað miklu geði við íslendinga, það sést á því að við tölum nú saman á ensku. Ég hef frekar fært mér í nyt það sem þetta land hefur uppá að bjóða með náttúru sinni og afskekktum stöðum eins og Flatey á Breiðafirði eða Hjalteyri. Að dvelja einhvers staðar einn og vinna að mínum verkum, að horfa út um gluggann og hlusta á hugsanir mínar, skrifa þær niður, eða rissa upp mynd af því hvernig hlutirnir virðast sam- settir, það er það sem enn þann dag í dag er að gerast hjá mér. í Flatey á áttunda áratugnum, og nú hér á Hjalt- eyri á níunda áratugnum. Enn taka verk mín á sig mynd bóka frekar en málverka eða teikninga. Og jafnframt því að lifa af athöfnum mínum, hef ég á síðustu tuttugu árum leikið það hlutverk af fingrum fram að vera listamaður sem ekki er við- staddur opnanir I galleríum þeirrar borgar sem hann er búsettur í. Það hæfir mér betur að vinna verk mín á fremur óháðan hátt utan snobbliðsins. Að mæta á mínar eigin opnanir og vina minna er mér nóg. Jæja, þetta er allt sem ég man núna úr fortíð minni, með hliðsjón af því að hafa oft dvalið á íslandi. - En þú býrð mestmegnis í Hol- landi? - Já, já, síðan '75 eða ’76 hef ég búið með hollenskri konu sem hefur þýtt það að ég hef sagt skilið við Þýskaland. (Samt hef ég enn íbúð í Berlín, þó ég sé þar sjaldan, en fyrir tíu árum síðan skipti ég um bæki- stöðvar í Þýskalandi frá Dusseldorf til Berlínar). Ég er miklu oftar í Amster- dam, og þar sem það er hefð fyrir því að íslenskir listamenn leggi leið sína til Amsterdam, hef ég um árabil fylgst með einni grein nýjustu eða yngstu listar íslands þar í borg. Eins og ég hef áður sagt fór ég að taka eftir nýrri íslenskri list í Reykjavík, snemma á áttunda áratugnum, og ég fylgist enn Seekuh(nde)". mótív frá 1979 Úr bókinni „ Change 39

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.