Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 41

Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 41
landið, og hinn samansoðni gallerístíll Súm í Reykjavík varð upphaf skiln- ings á landi og þjóð. Upp frá þessu fór ég að heimsækja ísland oftast nær árlega, og stundum tvisvar á ári. Oft hef ég dvalið marga mánuði í senn. Ég hef ekki blandað miklu geði við íslendinga, það sést á því að við tölum nú saman á ensku. Ég hef frekar fært mér í nyt það sem þetta land hefur uppá að bjóða með náttúru sinni og afskekktum stöðum eins og Flatey á Breiðafirði eða Hjalteyri. Að dvelja einhvers staðar einn og vinna að mínum verkum, að horfa út um gluggann og hlusta á hugsanir mínar, skrifa þær niður, eða rissa upp mynd af því hvernig hlutirnir virðast sam- settir, það er það sem enn þann dag í dag er að gerast hjá mér. í Flatey á áttunda áratugnum, og nú hér á Hjalt- eyri á níunda áratugnum. Enn taka verk mín á sig mynd bóka frekar en málverka eða teikninga. Og jafnframt því að lifa af athöfnum mínum, hef ég á síðustu tuttugu árum leikið það hlutverk af fingrum fram að vera listamaður sem ekki er við- staddur opnanir I galleríum þeirrar borgar sem hann er búsettur í. Það hæfir mér betur að vinna verk mín á fremur óháðan hátt utan snobbliðsins. Að mæta á mínar eigin opnanir og vina minna er mér nóg. Jæja, þetta er allt sem ég man núna úr fortíð minni, með hliðsjón af því að hafa oft dvalið á íslandi. - En þú býrð mestmegnis í Hol- landi? - Já, já, síðan '75 eða ’76 hef ég búið með hollenskri konu sem hefur þýtt það að ég hef sagt skilið við Þýskaland. (Samt hef ég enn íbúð í Berlín, þó ég sé þar sjaldan, en fyrir tíu árum síðan skipti ég um bæki- stöðvar í Þýskalandi frá Dusseldorf til Berlínar). Ég er miklu oftar í Amster- dam, og þar sem það er hefð fyrir því að íslenskir listamenn leggi leið sína til Amsterdam, hef ég um árabil fylgst með einni grein nýjustu eða yngstu listar íslands þar í borg. Eins og ég hef áður sagt fór ég að taka eftir nýrri íslenskri list í Reykjavík, snemma á áttunda áratugnum, og ég fylgist enn Seekuh(nde)". mótív frá 1979 Úr bókinni „ Change 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.