Teningur - 01.06.1989, Page 49
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON
LISTIN AÐ FYLGJAST MEÐ LISTINNI
Margt af því sem skrafað er um í
heimi myndlistar er byggt á misskiln-
ingi, lítt athuguðu máli og gleymsku.
Þetta leiðir oft til rangrar ályktunar um
listir á líðandi stund og gerir lista-
mönnum erfiðara að skilja stöðu sína
og stefnu. Því vil ég leggja mitt af
mörkum til að leiðrétta ýmislegt sem
ég hef heyrt eða lesið varðandi
myndlist og veldur oft skammhlaupi í
huga íslenskra listamanna.
LÍFDAGAR LISTSTRAUMA
Eitt af því sem oft er nefnt á þessum
síðustu og verstu tímum er hve list-
stefnur samtímans ganga fljótt yfir.
Listamenn og leikir telja að æ erfiðara
sé að fylgjast með örum listbrigðum
líðandi stundar eða skilja breyting-
arnar að einhverju ráði. Sumir kenna
um hverfulleik tilverunnar og telja
hann fara ört vaxandi á tímum síð-
borgaralegs kapítalisma. Þeir segja
að í stað varanlegra strauma áður fyrr
séu ekki eftir nema fánýtar og
skammlífar tískustefnur.
Fyrir skömmu ákvað ég að setjast
niður og telja lífdaga algengustu
stefna í nútímalist og vita hvort rétt
væri að þær gengju hraðar yfir en
forðum. Mér til mikillar furðu kom í
■jós að listin er með öllu óháð auknu
skriði hinnar tæknilegu framvindu.
Ýmsar merkar stefnur í lok síðustu
aldar og á fyrri hluta þessarar skáka
hæglega þeim hraða sem við eigum
að venjast í listheimi samtímans. Svo
virðist sem mannshugurinn þurfi síst
æinni tíma en áður til að gjörmelta
eigindir líðandi liststrauma.
En hver er ástæðan fyrir þessari
missýn okkar? Sennileg ruglum við
síauknu upplýsingaflóði um listir
saman við raunverulega framrás
þeirra. Áður fyrr og raunar til skamms
tíma voru boðleiöir lista afar stopular.
Menn sem vildu fylgjast með urðu að
bera sig eftir björginni með því að
ferðast. Þá var tími hinna stóru mið-
stöðva, Rómar, Parísar og New York.
Nú er hins vegar lítið eftir af nútíma
þeirra Descartes og Rubens, þeim
tíma sem SÚM-hópurinn náði að
upplifa ef marka má nýlega sýningar-
skrá Kjarvalsstaða. Þar kemur nefni-
lega í Ijós hve seint og illa þeim
félögum bárust fregnir af listvið-
burðum utan úr heimi.
LISTIN Á TÍMUM
UPPLÝSINGASTREYMIS
Nú er öldin önnur og enn annarrar
missýnar. Mörgum íslenskum lista-
mönnum sem fylgjast grannt með
þemagreinum listtímarita finnst sem
ný liststefna fæðist með hverju nýju
tölublaði. Þar er komin enn ein
ástæðan fyrir hve margir telja list-
stefnur líðandi stundar í meira lagi
hraðfleygar.
Slík tímarit valda uppnámi og gera
menn óörugga. Ef til vill raskar hið
óstöðvandi upplýsingastreymi ró
manna í stað þess að svala forvitni
þeirra. Þeim finnst þeir vera tjóðraðar
eftirlegukindur langt frá hinum sanna
púlsi menningar og lista og líður þá
eins og Jónasi Hallgrímssyni í kvæð-
inu Einbúinn: „Ég hef leitað mér að,
hvar ég ætti mér stað... En ég fann
ekki neinn, ég er orðinn of seinn, þar
er alsett af lifandi og dauðum..."
Ráðið við þessu er að hætta að
skoða listtímaritin en lesa þau í
staðinn. Þá læra menn að meta hið
mikla upplýsingastreymi þegar þeir
sökkva sér ofan í vandamálin að baki
listinni. Vissulega á þetta ekki ein-
göngu við um alþjóðlegu listritin Flash
Art, Artforum eða Kunstforum heldur
einnig Playboy og alla slíka léttbleytu.
Manni sem einungis skoðar slík blöð
finnst hann e.t.v. sénslaus og víðs-
fjarri góðu gamni. En um leið og hann
kynnist kynlífsvanda Bandaríkja-
manna í lesendadálkunum þakkar
hann sínum sæla fyrir sitt tilbreytinga-
snauða ástalíf.
Taka má sem dæmi símúlasjónist-
ana vestanhafs. Af verkum Jeff
Koons, Peter Halleys, Haim Stein-
bachs og Ross Bleckners mætti í
fljótu bragði ætla að þeir hefðu hitt
naglann á höfuðið og brotist út úr
hinni síðmódernísku kreppu í eitt
skipti fyrir öll. Sumir telja þá jafnvel
halda á lottó-vinningi 21. aldarinnar.
En ef gaumur er gefinn að yfirlýs-
ingum þeirra sjálfra, skilst lesanda
hve fast þeir sitja í deiglunni. Það er
ekki einasta að þeir séu fangaðir í
helli Platóns, heldur gera þeir sér fulla
grein fyrir því. Að því leytinu eru þeir
betur settir en íslenskir listamenn
sem sumir hverjir eru öldungis ómeð-
vitaðir um fjötur sinn.
ÞJÓÐSAGAN UM
MIÐSTÖÐVARNAR
Þá er með öllu óvíst að lausnin á
47