Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 13

Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 13
laginu og vakið fleiri spurningar en svör. Það var einmitt þessi eiginleiki verksins, sem hreif mig einna mest. Ekkert er Ijóst og engu fullsvarað. Hafið þið í hyggju að setja upp önnur verk eftir Jökul? Já, við höfum mikinn áhuga á að setja upp fleiri verk eftir Jök- ul, en það versta er að svo fá þeirra eru til í enskri þýðingu. Einnig langar okkur til aó kynna okkur verk annarra ungra ís- lenskra höfunda, ef þau fást þýdd. Hvað getur þú sagt mér um sögu svokallaðra off-Broadway og off-off Broadway leikhúsa í New York? Hin svokölluðu off-Broadway leikhús byrjuðu á fimmta ára- tugnum meðal ungra leikskálda og leikara, sem ekki komust aö á Broadway. Til að byrja með voru þau til húsa í kompum og kjöll- urum í Greenwich Village, að- gangseyrir var 50 cent og sæti og leiktjöld voru kassar og fúa- spýtur. Smátt og smátt fóru þessir leikhópar aó komast í betra húsnæði, blaóagagnrýn- endur fengu áhuga á starfsem- inni og fyrr en varði fór hún að njóta mikilla almennra vinsælda. Það varð auðvitað til þess aö engin leikrit voru tekin til sýn- inga nema þau sem voru örugg með að ganga og ung skáld með nýjar og frumlegar hugmyndir gátu ekki lengur fengið verk sín flutt. I dag eru off-Broadway leikhúsin sex eða sjö og eini munurinn á þeim og Broadway leikhúsunum, er sætafjöldi þeirra. Off-Broadway leikhúsin hafa um 200 sæti en Broadway leikhúsin 300 til 500 sæti. Þá var það að maður nokkur að nafni Cino, sem átti kaffihús við Cornelia-stræti í Greenwich Vil- lage, veitti leikurum aðstöðu til að sýna verk ungra höfunda í einu horni kaffihússins. Að- gangur var ókeypis og menn drukku kaffi og átu sætabrauð á meðan þeir meltu ósköpin. Cino stjórnaði Ijósunum á milli þess sem hann framreiddi kaffió! Fyrr en varði varð þetta litla kaffihús griðarstaður ungra leikskálda og leikara og þannig gátu þeir fengið verk sín flutt, mat í mag- ann og vasapening. Cino var alltaf reiöubúinn til að hjálpa og það er ekki af ástæðulausu sem hann er kallaður faðir off-off Broadway leikhúsa. Fyrsta off-off Broadway leik- húsið í fyllstu merkingu þess orðs var hins vegar La Mama. Stofnandi þess var ung negra- stúlka, Ellen Stewart að nafni, sem komst í góð efni á því aö hanna sundfatnað. Og er hún satt að segja einn af fyrstu tískuhönnuðunum í þeim bransa hér í New York. Bróðir hennar var einn þessara ungu skálda, sem hvergi fékk inni svo Ellen tók það til bragðs að breyta kjallaranum í húsi sínu vió 9. stræti í austur-Village, í leikhús. Fljótlega keypti hún ,,loft“ (verk- smiðjuloft) við 3. götu. Starfsemi þessi gekk vel, þar til yfirvöld komust í málið. Hús- næóiö fyllti nefnilega ekki á nokkurn hátt þær kröfur sem geróar eru til leikhúsa og vildi það opinbera láta loka leikhús- inu. Það var ekki óalgengt á tíma- bili að lögreglan kom og handtók alla leikarana í byrjun sýningar, en áhorfendur biðu þolinmóöir á meðan La Mama, en svo var Ell- en kölluö, borgaði leikarana úr prísundinni. Að lokum var La Mama breytt í einkaklúbb og komst þannig hjá afskiptum yfir- valda. Og þegar menn borga 4 dali við innganginn eru þeir í rauninni að borga meðlimagjald í einkaklúbb. Núna er La Mama til húsa við 4. stræti nálægt annarri götu og er eitt þekktasta off-off Broad- way leikhús New York borgar. Hversu lengi hefur „The Open Space in SoHo“ starfað og hver er stefna þess? Leikhúsið var stofnað árið 1975. Upphaflega lagði það mesta áherslu á aó sýna verk ungra bandarískra höfunda, en eftir að ég fór að starfa með þeim fyrir tæpum tveimur árum, höf- um við mestmegnis fengist við verk erlendra höfunda. Hug- myndin á bak við starfsemina hjá okkur er að kynna unga efnilega leikritahöfunda, leikstjóra, leik- hópa og leikara. Samkeppnin hér í New York er geysilega höró. Öll venjuleg leikhús, sem rekin eru með gróðasjónarmió- inu, setja aldrei upp nýstárleg verk eða veita óþekktum leikur- um tækifæri til þess að sþreyta sig. Það gefur auga leið að það- an kemur aldrei neitt nýtt. Pen- ingafíknin er ekki á dagskrá hér hjá okkur og reyndar hafa hags- munasamtök leikara komið í veg SVART Á HVlTU 11

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.