Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 41
Kinetoscope, jalnan kenndur við Edison en var í raun fundinn upp og smíðaður a(
aðstoðarmanni hans, W. K. L. Dickson; grundvaliaruppfinning fyrir framþróun kvik-
myndatækninnar.
Ijósast var þetta í Frakklandi og
Bandaríkjunum. Franska fyrir-
tækiö Pathe eignaðist fyrir 1914
dreifingarfyrirtæki víöa í heimin-
um. Einokunaraðstaöa þess
varö svo sterk aö þaö náöi að
standa í vegi fyrir þjóðlegri kvik-
myndagerð í flestum löndum
Evrópu. Hvorki bretar né þjóð-
verjar höföu þá nægilegt fjár-
magn í þessari grein aö þeir
næöu að hamla gegn einokun
Pathe fyrirtækisins. Stór fyrir-
tæki eins og Nordisk Film í Dan-
mörku og Cines A. G. á Ítalíu
buöu þessu franska fyrirtæki
byrginn meö því aö kaupa kvik-
myndahús í ýmsum löndum og
koma sér þannig upp bíókeðjum
til þess aö tryggja sér markað
fyrir myndir sínar. í Bandaríkjun-
um var litið á kvikmyndagerö
sem hverja aóra iðnaðarfram-
leiöslu. Samkeppnin var geysi-
hörö og þegar framleiöendum
varð Ijóst aö hún leiddi til lægra
miðaverðs vaknaöi áhuginn á
hringamyndun. Níu stærstu
framleiöslufyrirtækin tóku hönd-
um saman og mynduðu sam-
steypuna „Motion Pictures Pat-
ent Company“. Hún tryggði sér
rétt á ýmsum einkaleyfum í kvik-
myndaiðnaðinum og veitti meö-
limum sínum leyfi til kvikmynda-
sýninga. Fyrsti og stærsti hrá-
filmuframleiðandinn Eastman
Kodak Co. var tekinn inn í sam-
steypuna og féllst á aö selja
filmur einvöröungu til kvik-
myndagerðar á vegum fyrirtækja
samsteypunnar. Þannig skap-
aðist einokun á kvikmyndagerð
gegnum hráfilmusölu. Þeim
kvikmyndahúsum sem reyndu
aö fá kvikmyndir frá óháöum
framleiðslufyrirtækjum var refs-
aö á ýmsan hátt m. a. meö því aö
taka af þeim sýningartæki. Þrátt
fyrir þessar aögeröir reyndu
ýmsir óháöir dreifingaraðilar aö
starfa utan samsteypunnar. Á
vegum samsteypunnar var því
stofnað dreifingarfyrirtæki Gen-
eral Film Co. sem lagöi undir sig
57 af 58 helstu dreifingarfyrir-
tækjum sem störfuöu í Banda-
ríkjunum 1910. Markmiöiö meö
samsteypunni var aö framleiða
eins ódýrar og gróðavænlegar
kvikmyndir og hægt var. Sam-
steypan staölaöi og skipulagói
kvikmyndaframleiðsluna eftir
fyrirmyndum sem þekktust í
öðrum iöngreinum. Launum
kvikmyndagerðarmanna og leik-
ara var haldið í lágmarki, leigu-
verö var ákveðið og ekkert tillit
var tekið til óska kvikmyndahús-
anna um kvikmyndir til sýninga.
Kvikmyndaiðnaðurinn
Allt frá byrjun var litið á kvik-
myndaframleiöslu sem áhættu-
sama starfsemi og þaó var ekki
fyrr en rétt fyrir fyrri heimsstyrj-
öldina aö bankarnir fengu áhuga
á þessum nýja iðnaði og sáu sér
hag í aö fjárfesta þar. 1927 var
svo komið aö þau 20 þúsund
kvikmyndahús sem þá voru
starfandi í Bandaríkjunum voru
aö mestu leyti komin undir stjórn
risafélaganna sem aftur voru í
nánum tengslum viö bankakerf-
iö og stóriönaöinn. Samstarfiö
viö bankana leiddi til enn frekari
stöölunar og flokkunar á kvik-
myndum. j Evrópu haföi Þýska-
land náö forustunni í kvik-
myndaframleiðslu meö fjár-
magni frá bönkum og einnig þar
eins og í Bandaríkjunum var
kvikmyndaiðnaðurinn í höndum
fáeinna risafyrirtækja. Þau
höföu vinsælustu og dýrustu
leikarana á sínum snærum og
framleiddu bestsóttu myndirnar.
Stöðug framleiösla þeirra geröi
þeim kleift að jafna út hallann á
einstökum myndum í heildar-
framleiöslunni. Kostnaðurinn
viö gerð myndanna jókst stórum
og hin mikla fjárþörf geröi óháð-
um framleiðendum erfitt fyrir.
Talmyndin
Allt fram til 1927 jókst aösókn
aö kvikmyndum í flestum lönd-
um. En þá fór að bera á kreppu í
SVART A HVÍTU
39