Svart á hvítu - 01.01.1979, Side 46

Svart á hvítu - 01.01.1979, Side 46
Dæmi um hvernig ómerkilegum upplýsingum um einkalíf stjörnunnar er dreift til neytenda. einstakra leikstjóra er eitt af ein- kennum kvikmyndaiðnaðarins. Upphaflega var háð samkeppni á milli framleiðenda um kvik- myndastjörnurnar. Síðar kom í Ijós að hin gífurlega háu laun sem stjörnurnar fengu höfðu sálfræðileg áhrif á áhorfendur. í hugum þeirra fóru saman gæði og miklar fjárfestingar. Auðæfi kvikmyndaleikaranna reyndust aödráttarafl fyrir neytendur og það var brátt notað í áróðurs- skyni. Kvikmyndastjarnan er gerð vinsæl með öllum hugsanlegum ráðum. Framleiöendur nota út- varp, heimsblöð, árlegar verð- launaafhendingar eins og Oscarsverðlaunin til þess að framleiða stjörnur og tryggja sem mestar vinsældir þeirra. Kvikmyndaverin dreifa ómerki- legum tilkynningum um þessa ástvini áhorfenda, um líf þeirra og einkamál. Ekki má vanmeta áhrifin af þessum tiltektum. Stjörnudýrkun hefur sprottiö upp víða um heim en einkum í Bandaríkjunum þar sem kvik- myndastjörnur skipa mikilvæg- an sess í opinberu lífi. í þessu sambandi þykir rétt að nefna fyrirbæri sem kallað er kvik- myndaaðdáendahópur (film fan) sem sumir starfa í klúbbum og eru í stöðugu sambandi viö á- trúnaðargoð sín. Framleiðendur hvetja þessar hreyfingar, því hjá þeim fá þeir mikilvægar upplýs- ingar um vinsældir einstakra leikara. Tengslin milli kvik- myndafólks annars vegar og á- horfenda hins vegar breytast stööugt. Breytingarnar eru háð- ar ýmsum straumum og hreyf- ingum í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Áður fyrr voru stjörnurnar geróar að guðlegum verum en nú reyna framleiöendur að gera stjörnur sínar mannlegar til þess að aðlagast breyttum viðhorfum fjöldans. Vinsælustu leikarar why JOANNE WOODWARD and PAUL NEWMAN hide their daughter DEBBIE’S MARRIAGE TO HARRY KARL TUESDAY WELÐ CONFESSES EVERYTHING Dæmi um staðlaðar manngerðir kvikmyndanna: kúrekinn, gljátíkin, ófreskjan. 44 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.