Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 63
Skömmu eftir fyrstu lendingu bandarískra geimfara á tunglinu, tók sú skoðun að
gera vart við sig í Bandaríkjunum að lendingin hefði verið sett á svið, ætluð sem
kosningabragð. Það tók marga mánuði að kveða efasemdirnar niður að fullu.
sínu. Að setja upp sem andstæður
skáldverk/ekki-skáldverk ber vott
um álíka stöðnun og hin vinsæla 19.
aldar díalektík milli ,,lífs“ og „listar".
Benjamin hafði þegar sýnt fram á að
„tækjabúnaðurinn" (hugtakið fjöl-
miðill hafði enn ekki verið fundið
upp) eyðir sérkennum hins upp-
runalega. Meö vitundariðnaðinum
hverfa skilin milli hins „ósvikna" og
eftirmyndarinnar; „Tækjalausa hlið
veruleikans er hér orðin listræn hlið
hans“. Fjölföldunarferlið verkar aft-
ur fyrir sig og breytir gagngert því
sem fjölfaldað er. Þekkingarfræð-
inni hefur enn ekki tekist að gera
nógu rækilega grein fyrir afleiðing-
um þessa. Flokkunarfræðileg ó-
vissa sem af þessu leiðir hefur áhrif
á „heimildarverkið" sem hugtak. í
raun og veru reitist af því öll merk-
ing nema sú sem lýtur að lögfræði-
legri hlið málsins: verk telst heimild
ef „fölsun" þess — þ. e. a. s. gerð
eftirmyndar — varðar við lög. Þessi
skilgreining hefur að sjálfsögðu
enga fræðilega þýðingu. Það verður
þegar í stað Ijóst af því einu að sé
eftirmyndin tæknilega nógu vel úr
garði gerð, er ómögulegt aö greina
mun á henni og frummyndinni, hvort
sem um er að ræða málverk, vega-
bréf eða peningaseðil. Gildi hug-
taksins „heimildaverk" í réttarfars-
legum skilningi er fyrst og síðast
hagnýts eðlis, eini tilgangur þess er
að vernda efnahagslega hagsmuni.
Eðli sínu samkvæmt gera raf-
eindafjölmiðlar mönnum óhægt um
vik að flokka framleiðslu þeirra,
t. d. í heimildamyndir og leiknar
myndir. Framleiðslan er Ijóslega
alltaf háð sérstökum aðstæðum.
Framleiðandanum líðst aldrei, öfugt
við höfund hefðbundinnar skáld-
sögu að bera fyrir sig að hann sé
„yfir hlutina hafinn". Hann er sem sé
fyrirfram hlutdrægur. Formleg
sönnun þessa felst í vinnubrögðum
hans. Klipping, uppsetning, hljóð-
setning o. s. frv. eru allt tæknibrögð
meðvitaðrar meðhöndlunar, sem
einnig er forsenda allrar notkunar
nýju fjölmiðlanna. Það er einmitt í
þessum vinnuaðferðum sem frjó-
máttur þeirra kemur í Ijós og þá
gildir einu hvort um er að ræða
framleiðslu frétta eða skopleikrits.
Hvort sem efnið sem við er fengist er
skáld- eöa heimildaefni er það aldrei
annað en hráefni og því betur sem
uppruni þess er rannsakaður því
minni sýnist munurinn á skáldskap
og heimild. (Verður aó taka til ná-
kvæmrar umræöu. Raunveruleiki
verður alltaf að „sviðsetningu" um
leið og kvikmyndavél birtist, dæmi:
lendingin á tunglinu.)
19. önnur gömul hugmynd sem
hverfur fyrir tilverknað fjölmiðlanna
er „verkið" sem smekkvíslega unn-
inn hlutur, búinn til úr og háöur ein-
hverju efni. Fjölmiðlarnir framleiða
ekki slíka hluti. Þeir framleiða dag-
skrár. Framleiðsla þeirra hefur öll
einkenni þróunarferils. Það þýðir
meira en aðeins það að þessi dag-
skrá hafi engan endi (sem ef til vill
skýrir að einhverju leyti margnefnt
fjölmiðlahatur), það hefur í för með
sér að sökum formgerðar sinnar eru
fjölmiðlarnir ætíð opnir fyrir öllu því
sem þeir leiða af sér. (Þetta er ekki
lýsing byggð á reynsluþekkingu
heldur krafa. Vissulega er þessi
krafa ekki utanaökomandi, hún
leiöir af gerö fjölmiðlanna. Og af
þessari gerð — en ekki af einhverri
gamalli fagurfræði einsog sumir
hafa viljað halda fram — sprettur
hið svokallaða „opna forrn" sem
þrástagast hefur veriö á.) Dagskrár
vitundariðnaðarins verða að bregð-
ast við þeim viðbrögðum sem þær
framkalla og tilraunum til að leið-
rétta þær, að öðrum kosti eru þær
þegar orðnar úreltar. Það má sem
sagt ekki líta á þær sem neysluvöru
heldur sem hráefni til sinnar eigin
framleiðslu.
20. Það er eins og framúrstefnu-
hreyfingin í listum steli oft á tíðum
fyrirfram þeim fjölmiðlamöguleikum
sem enn heyra framtíðinni til.
„Meginhlutverk listarinnar hefur
alla tíð veriö að skapa þörf sem ekki
varð fullnægt fyrr en síðar. Saga
allra listgreina geymir umbreytinga-
skeið þegar ákveðin listform reyna
að knýja fram áhrif sem krefjast
breyttrar tækni, þ. e. a. s. nýs list-
forms. Þær öfgar og sá listræni
vanþroski sem þannig verður til
einkum á svonefndum hnignunar-
skeiðum, eiga raunverulega rætur
að rekja til auðugustu skeiða lista-
sögunnar. Á undanförnum árum
hefur dadaisminn geymt gnægð af
slíkri villimennsku. Það er fyrst nú
að við sjáum hvað í honum bjó: reynt
var að ná fram í málverkum (og
bókmenntum) þeim áhrifum sem á-
horfendur sækja nú til kvikmynd-
anna.“ (Benjamin, sama verk.)
Undir þetta heyrir einnig forsagn-
argildi ýmissa tiltækja svo sem
uppákoma, fluxus-6) og mixed--
media-shows. Ýmsir höfundar sýna
SVART A HVfTU
61