Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 7

Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 7
verklýðsbókmenntum, sem eru ýmist eins og Helgakver eða Manna- munur, tel þær standa langt að baki verkum róttækra höfunda milli heimsstyrjaldanna, að ég nú ekki nefni Gorki og Nexö. Villimennska helztu menningarþjóða heims á þessari öld, atómsprengjan og kalda stríðið hafa komið hart niður á bókmenntum í austri og vestri, senni- lega þó enn harðara á lausu máli en bundnu, af því að stjórnmála- mönnum þykir það auðskildara. Hefur ekki sannur húmanismi verið á sífelldu undanhaldi í bókmenntum síðan fyrsta skotinu var hleypt af 1914? Jæja, við skulum ekki gerast alltof bölsýnir, Jón minn, held- ur vona að heimurinn verði orðinn ögn friðsamlegri og bjartari yfirlitum áður en við hrökkvum upp af. Þú hefur gert ýmislegt annað en lesa og skrifa? Auðvitað gekk ég að ýmiskonar vinnu annað slagið, bæði austanfjalls og í Reykjavík. Eitt sumar vorum við til dæmis sarnan í grjótburði, eins og þú manst. Síðan var það aðalstarf mitt í mörg ár að lesa prófarkir fyrir útgefendur, einkum Ragnar í Smára, auk þess sem ég fékkst nokkuð við þýðingar. Hvernig var fyrstu skáldsögum þínum tekið? Skuggunum af bænum var tekið með þögn og þolinmæði, enda verk unglings, ósjálfstætt á margan hátt, en meinlaust í alla staði. Ein- hverjir stungu því samt að mér, að þeir hefðu orðið fyrir vonbrigðum, ég ætti að halda áfram að vera barn. Liggur vegurinn þangað? þótti hinsvegar með afbrigðum vond bók. Einn þeirra ritdómara, sem skrifuðu urn söguna og tættu hana sundur, hældi sér af því á eftir, að nú væri hann búinn að kveða pilt niður í eitt skifti fyrir öll. Ég var sjálfur orðinn rnjög óánægður með bókina um svipað leyti, en þó datt mér ekki í hug að liggja kyrr í gröfinni; og hingað til hef ég ekki kunnað að skammast mín verulega fyrir að hafa safnað áskrif- endum til að koma þessari vondu sögu á prent. Um leið og ég lauk við að semja hana, sleit ég mig af öngli Ilemingways. Hvernig viðtökur hafa aðrar bækur þínar fengið? Var ekki auðvelt fyrir þig að fá þær gefnar út? Það hafa aldrei verið neinar vomur á útgefendum mínum, nema í þetta eina skifti, að þeir töldu nauðsynlegt að eiga nokkra kaupendur vísa. Viðtökurnar? Þær hafa sjálfsagt verið upp og ofan, eins og gerist og gengur, enda bækurnar misjafnar. Birtingur 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.