Birtingur - 01.12.1958, Side 10

Birtingur - 01.12.1958, Side 10
Pasternak? Svipað og um árásirnar á Arthur Miiler, Jón minn, nema hvað bandarískir starfsbræður Millers tóku öngvan þátt í aðförinni að honum og höfðu margir djörfung í sér til að verja hann. Ég hvika ekki frá þeirri gömlu og góðu kenningu, að það sé hlutverk sósíal- ismans að varðveita og ávaxta menningararf liðinna kynslóða; en slík varðveizla og ávöxtun hlýtur að krefjast andlegs frjálsræðis, ef hún á að vera annað og meira en geldur kækur. Þau skáldverk sem ég hef lesið eftir Boris Pasternak og Tibor Dery, bera ekki aðeins vitni um snilld höfunda sinna, heldur hljómar þar framar öllu lifandi og máttug rödd húmanismans. Báglega tókst með alþing enn, sagði Jónas. Heldurðu að íslendingar séu að glata þjóðerni sínu í herstöðvabraski ? Ég er ónýtur að ráða gátur. Þú manst eftir kosningaloforðunum sumarið 1946 og efndunum þá um haustið. Síðan hafa íslenzkir al- þingismenn farið annað slagið eftir einhverjum lögmálum, sem mig skortir gáfu til að botna í. Mér fannst það glapræði þeirra óskiljanlegt með öilu að leyfa bandaríkjamönnum að koma hér upp herstöðvum jafnskjótt og við höfðum öðlazt sjálfstæði að nýju. Mér tókst ekki að eygja nokkra vitgióru í háttaiagi þeirra, þegar þeir þræluðu okkur í Atlantshafsbandalagið og gerðu okkur þannig, vopnlaust og friðsamt fólk, að ábyrgum aðila í kalda stríðinu. Ég hef oft borið kvíðboga fyrir því á liðnum árum, að bandarísk herseta og skefjalaus stór- veldadýrkun kynni að ganga af heilbrigðri þjóðerniskennd okkar dauðri á tiltölulega skömmum tíma. En það er stundum hollt að vera sleginn utan undir, skal ég segja þér, og nú held ég að íslendingar séu byrjaðir að ranka við sér, farnir að þreytast á hersetu, Atlants- hafsbandalagi og stórveldadýrkun yfirleitt. Ég held að þessi dóm- greindarvakning muni eflast og losa okkur bráðlega við erlent herlið og samningsbundna þátttöku í kalda stríðinu, hvað svo sem dular- fullir alþingismenn ætlast fyrir. Hvað segir þú um þá skoðun, að skáld hafi bezt af að svelta? Ég veit ekki til þess að skáld hafi öðruvísi innyfli en annað fólk. Ég hef ekki trú á því að neinn hafi gott af að svelta. Hvað finnst þér um kjör íslenzkra rithöfunda? Mér verður ósjálfrátt hugsað til hans Theódórs heitins Friðriksson- ar. Þrátt fyrir bitra fátækt og linnulausan þrældóm fram á efri ár, auðnaðist honum að setja saman allmargar bækur; en ein þeirra, ævisaga hans, mun ávallt verða talin meðal merkustu rita, sem við höfum eignazt á fyrri helmingi þessarar aldar. Dæmi hans sannar í 8 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.