Birtingur - 01.12.1958, Síða 11

Birtingur - 01.12.1958, Síða 11
fyrsta lagi, að ekkert getur bugað sæmilega heilsugóða menn, ef þeim býr eitthvað í brjósti. 1 annan stað hef ég oft sagt við sjálfan mig: Hvíh'kur snillingur mundi ekki hann Theódór heitinn hafa orðið, ef hann hefði ungur fengið þá menntun og þann stuðning, sem honum hæfði! Kjör íslenzkra rithöfunda verða víst seint sambærileg við hagi starfsbræðra þeirra í öðrum löndum, en óneitanlega hafa þau batnað nokkuð á síðari árum. Þó yrðu þau stórum betri, ef fólk keypti verk þeirra fyrir svo sem eins og fjórðung þeirrar fúlgu, sem það lætur sig ekki muna um að sóa að staðaldri í allskonar glæparit og myndablöð. Nytsemi einhverra bölvaðra píringsstyrkja er að mínum dómi blátt áfram engin. Ég held að þjóðfélagið gæti bezt orðið táp- miklum byrjendum að liði, mönnum innan við þrítugt, með því að styrkja þá um skeið, til dæmis í þrjú eða fjögur ár, eins ríflega og þessi gömlu, lofsælu og veizlumóðu þjóðskáld. Verði ungum mönnum ekkert úr slíkum stuðningi, ja þá eru þeir reynslunni ríkari og geta ekki með góðu móti áfellzt aðra en sjálfa sig eða guð almáttugan. Ertu fljótur að semja bækur þínar? Hefurðu allt í huga áður en þú byrjar, efni, atburðarás, persónur, endi? Ég átti fjarskalega hægt með að semja á unglingsárunum, páraði oft myrkranna milli, viðstöðulaust að kalla, hreinritaði síðan og taldi mig ekki þurfa að lagfæra margt. Á þessum þægilegu vinnubrögðum varð snögg breyting þegar ég stóð á tvítugu. Ég hafði þá ekki snert á penna í tvo mánuði og ætlaði að hripa sögukorn, sem hafði verið að gerjast í mér, en gat ekkert þegar til átti að taka, ekki nokkurn skap- aðan hlut, hver setning brotnaði jafnharðan á einhverri óvæntri fyr- irstöðu. Eftir margar tilraunir, sumar örvæntingarfullar, tókst mér loks að rjúfa skarð í fyrirstöðuna, sem fylltist svo auðvitað um leið og ég hafði lokið við sögukornið. Á þessu þófi hefur nú gengið í tuttugu ár: Sérhver blaðsíða í bókum mínum, hversu óburðug og fánýt sem hún kann að vera, hefur kostað mig mikið erfiði og einatt þreng- ingar. Ég tel flest störf auðveldari en starf rithöfundarins og alveg eins merkileg á sinn hátt, en auk þess margfalt lífvænlegri. Þess- vegna bar það við nokkrum sinnum, að ég ákvað að segja skilið við skrifborðið í eitt skifti fyrir öll en þá fór mér brátt að líða svo bölvanlega, að mér var nauðugur einn kostur að hverfa að því aftur. Jæja, hvað varstu að tala um? Persónur og atburðarás? Ég byrja aldrei að færa sögu í letur fyrr en hún stendur mér öll fyrir hugskotssjónum og vill fara að komast á pappír. Hinu ber ég ekki á móti, að persónurnar hafa stundum tekið af mér ráðin og hagað sér öðruvísi en til stóð. Vel á minnzt: Það er alrangt, sem ég las um daginn í nýrri bók, að ég hafi haft bernskustöðvar mínar og fólkið Birtingur 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.