Birtingur - 01.12.1958, Side 12

Birtingur - 01.12.1958, Side 12
þar að fyrirmyndum í Fjallinu og draumnum og Vorkaldri jörð. Mér er eiður sær, að hver einasta persóna í þessum sögum er hugarsmíð mín og landslagið einnig. Sama máli gegnir reyndar um persónur í öðrum bókum mínum. Það mundi svo sem létta undir með rithöf- undum, ef hægt væri að kippa fólki eins og það kemur fyrir inn í sögur, en því miður er slíkt ógerningur. Sú ímyndun er líka algeng, að höfundur hljóti að vera að tala um sjálfan sig og sína reynslu, ef v hann segir sögu í fyrstu persónu. Þeir sem halda fram svo barnalegri firru, ættu að forðast að skrifa um bækur. Þú trúir líklega ekki á innblástur? Eða guðmóð? Ja, ég er nú ekki frá því, að ég fái stöku sinnum aðkenningu af inn- blæstri, einkum á vorin. Mér er sagt að skáld fyllist guðmóði, ef þau fara rakleitt úr kampavínsveizlu að horfa á grásleppur synda í tungls- Ijósi. Eina nótt þegar tungl var fullt reyndi ég að koma auga á þessar ágætu grásleppur, en sá þá ekki spannarlengd ofan í sjóinn, enda hafði ég ekki verið í kampavínsveizlu. Ég er því ófróður um guðmóð. Stundum sá ég sjömílnakvæði eftir þig í blöðum. Yrkirðu ennþá kvæði ? Það er gamall og góður þjóðiegur siður að yrkja vísur og jafnvel kvæði. Ég hef gert það síðan ég var drengur, en aldrei lagt við það neina rækt og ekki heldur látið mér til hugar koma að fara fram á neinskonar löggildingu sem ljóðskáld. Fyrir stríð orti ég talsvert af óstuðluðum og rímlausum kvæðum, sem sumir kölluðu prósalýrikk. Eitt þeirra kom síðar fyrir almenningssjónir, en mýs átu hin í kjall- arageymslu og flýðu brott að því loknu. Ertu að skrifa framhald af Gangvirkinu? Ekki beinlínis framhald, en ég hef í smíðum aðra bók um ömmu- drenginn og blaðamanninn Pál Jónsson. Því miður hefur margt orðið til að tefja fyrir henni, meðal annars þrálátur kvilli. Hvað viltu segja um ritstörf þín að lokum? Æ, hversvegna í ósköpunum ættum við að halda áfram að fjölyrða um jafn h'tilfjörlegan hlut? Langfæstir rithöfundar, kannski engir, ná því á pappírinn sem fyrir þeim vakir, hvernig sem þeir leggja sig í framkróka. Ég get sagt þér í fyllstu hreinskilni, að ég er yfirleitt óánægður með verk mín, sem eru öngvan veginn mikil að vöxtum, sætti mig helzt við sumar smásögurnar og nokkra kafla í skáldsög- unum. Hinsvegar reyni ég stundum að hugga mig við, að ég hafi hvorki innrætt lesendum mínum ótuktarskap á þessari grimmu öld né 10 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.