Birtingur - 01.12.1958, Side 14

Birtingur - 01.12.1958, Side 14
Jón úr Vör: Draumurinn Með hár mitt slegið, eins og geisla, eins og fullþroska korn, gekk ég á móti þér, elskhugi minn, hjartað mitt, á fegursta degi sumarsins í draumnum, faðir allra þeirra ljósvængjuðu orða, sem þú hafðir rétt mér í morgungjöf. Ég kom á teiginn, þar sem þú stóðst við sláttuvélina. Ég var nakin og hafði á þessari stundu hrifið frumburð hamingju okkar úr mínu eigin skauti, og ég horfði á þig móðuraugum þúsund kynslóða. En þegar ég rétti fram hvítvoðunginn báðum höndum, eins og hann væri blys, nýtt ljós til að bæta við birtu sólarinnar, þá reist þú upp. En ég þekkti þig ekki lengur. Augu þín voru víghreiður og fingur þínir berar kjúkur. Á sama andartaki breyttist vélin og varð að fallbyssu, vélin, sem tár okkar höfðu blessað, — og hendur þínar —, þínar eigin hendur þurrkuðu okkur út. L 12 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.