Birtingur - 01.12.1958, Side 22

Birtingur - 01.12.1958, Side 22
þeirra. En ritstjórnin virðist ekki telja ómaksins vert að fara á þeirra fund og leita samstarfs við þá, eiga við þá viðtöl um verk þeirra og áhugamál, fá þá til að skrifa í blaðið, og einhvern veginn finnst mér aðalgagnrýnandinn, Bjarni vinur minn frá Hofteigi, vera ósköp eitt- hvað óánægður með flest sem íslenzkir samtímahöfundar eru að gera, einkanlega þó verk hinna yngri manna sem leggja stund á ljóðagerð. Aldrei heyrist þess getið, að flokksforystan hafi samráð við rithöfunda né aðra listamenn um störf og stefnu flokksins í menningarmálum eða ídeólógiskan grundvöll hans. Enda er það sannast sagna, að Sósíalista- flokkurinn og aðalmálgagn hans hafa enga stefnu í menningarmálum, og hugsjónagrundvöllurinn finnst mér vera orðinn anzi brestóttur. Hannes'.Það er nú dálítið erfitt fyrir okkur að gagnrýna Þjóðviljann, finnst mér, því Birtingur hefur tæplega barizt af neinni hörku fyrir ákveðnum málum. Bragi: Birtingur hefur þó haft ákveðinn stíl. Hann hefur með réttu verið talinn vettvangur þeirra, sem barizt hafa fyrir nýjungum í ritlist og myndlist, og það er í rauninni fyrst með tilkomu Birtings, að verulega fer að kveða að hinum nýju viðhorfum og menn taka að átta sig á svipmóti hinnar nýju kynslóðar skálda og myndlistarmanna: eftirstríðskynslóðar- innar. 1 Birtingi hafa til dæmis birzt firn af Ijóðum, bæði íslenzkum og þýddum, sem eru með nokkuð nýju sniði og öðru sniði en allur þorri þeirra Ijóða, sem birzt hafa í öðrum ritum, og sama má segja um mynd- listina. Hannes:En í sjálfu sér er varla hægt að kalla það að marka stefnu, þó að reynt sé að kynna ný form og nýtt viðhorf til lista, ef því fylgir ekki það, að barizt sé fyrir einhverju ákveðnu eða einhver sérstök lífsviðhorf komi fram í þessari nýju list. Bragi: Þetta er að vissu leyti rétt. Það hefur mátt sjá á Birtingi, að rithöfund- arnir hafa verið í vanda staddir: flestir þeirra hafa aðhyllzt róttækar skoðanir í stjórnmálum, en verið í uppreisn bæði gegn pólitíkusum Sósíal- istaflokksins og sósíölsku ríkjanna vegna óheilinda þeirra, hentistefnu og margháttaðrar spillingar. En allt um það hafa þeir, sem að Birtingi hafa staðið sýnt bæði í orði og verki svo ótvírætt að enginn hefur þurft um að villast, hvað fyrir þeim vakir. Við höfum alltaf látið rödd okkar heyrast í ritinu um viss höfuðmál sem snerta ekki bókmenntir, listir né önnur menningarmál í þrengri merkingu, en eru óaðskiljanleg frá menn- ingarlífi okkar þjóðar og annarra þjóða í víðari skilningi. Af innanlands- málum hefur það fyrst og fremst verið mál málanna: hernámið. Eftir að stjórnarflokkarnir sviku þjóðina í herstöðvamálinu, var Birtingur svotil eina málgagnið sem eggjaði menn til baráttu gegn hernáminu af fullum heilindum. Nú, líti maður til dæmis i bók eins og þessa, Erlend nútímaljóð, sem Birtingsmenn hafa mest að unnið, þá gefur hún glögga 20 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.