Birtingur - 01.12.1958, Side 26

Birtingur - 01.12.1958, Side 26
Jóhann: Ari: Bragi: Jón frá Pálmholti: Ari: Jóhann: Jón frá Pálmholti: Bragi: Jón frá Pálmholti: Bragi: Jón frá Pálmholti: Ari: Jóhann: Ari: En þarf það fólk ljóð? Allt fólk þarf ljóð. Það held ég sé rétt. En hvers vegna getur það þá ekki nálgazt þann mannlega boðskap, sem verið er að flytja því til dæmis í ljóðum nútíma- skáldanna íslenzku? Hvað er þar til fyrirstöðu? Það eru fyrst og fremst fordómar, sem hafa verið barðir inn í það af vissum aðilum. Og þar erum við komnir aftur að þjóðfélagsmálunum, því viss þáttur þeirra er þessi skipulagða herferð gegn frjálsri hugsun og andlegu frelsi í landinu. Þeir sem ráða yfir áróðurstækjum eins og blöðum og útvarpi misnota þau svo herfilega til að forheimska fólkið. Hernámsmálin eru aðeins einn þáttur þessarar svikaherferðar, kannski eins mikið afleiðing hennar og orsök. Þið fordæmið Sósíalistaflokkinn og alveg réttilega vegna framkomu hans í herstöðvamálinu. En hvað hafa skáldin sjálf gert í þessu máli? Ég veit, að það eru til undantekningar, einstaka skáld hafa barizt þar heiðar- legri baráttu, en flest þeirra hafa ekkert skipt sér af því. Mér finnst sum skáld í dag forsmá pólitíkina allt of mikið. Eiga þau ekki hreinlega að koma fram með nýja pólitík, nýja lífsskoðun sem mali alla þessa pólitík niður? Jú, þessi dægurpólitík sem hér er rekin liggur eins og svartur kolkrabbi yfir öllu menningarlífi í landinu. Ég álít að hefja þurfi menningarsókn á breiðum grundvelli, og hún ætti að hafa það að markmiði að ráða niður- lögum hinnar svívirðilegu pólitíkur sem er að drepa hér allt niður. Ja, þið eruð allir ijóðamenn, og svari nú hver fyrir sig: til hvers yrkið þið? Hafið þið einhvern pólitískan tilgang með ykkar yrkingum? Ég svara fyrir mig, að ég yrki til þess að fá útrás, og það er ýmislegt sem maður þarf að rasa út með. Er þá hin pólitíska ástríða þín svo sterk, að hún brjótist á áberandi hátt fram í ljóðum þínum? Já, hún gerir það að vissu leyti. Kannski ekki beinlínis, en óbeinlínis. 1 þeirri bók til dæmis, sem ég er nýbúinn að gefa út, ætlaðist ég til að væru myndir af hinu kyrrláta lífi sem lifað er meðal mannanna, og það átti að vera mitt andsvar við þessum viðbjóðslega hernaðaranda og póli- tíska ofstæki, sem þrúgar heiminn. Ég veit ekki hvort það hefur tekizt, en það var tilgangurinn með þessari bók. Mér finnst ekki vera ástæða til að setja nokkurt orð á prent, nema það hjálpi á einhvern hátt fólkinu til að skapa sér betri heim. En hjálpar ekki öll list fólkinu til að skapa sér betri heim? Öll góð list hlýtur að vera með fólkinu, og ljóð sem er fagurt í sinni tjáningu hlýtur að benda fólkinu á rétta leið. Jájá, það eru bara þessi hlutföll milli blómanna og kartaflnanna, sem við vorum að tala um áðan. 24 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.