Birtingur - 01.12.1958, Side 27

Birtingur - 01.12.1958, Side 27
Jón frá Það er náttúrlega hægt að rækta hvort tveggja í senn — það er hægt Pálmholti: að láta kartöflurnar blómstra. Ari: Alveg rétt. Blómstrandi kartöflur væru náttúrlega það bezta. Jóhann: Mér dettur í hug það sem ég las einhvers staðar um franska skáldið Aragon, sem orti ástarljóð á stríðsárunum. Hann sagðist vilja sýna Frakklandi hið fagra andlit ástarinnar með þessu ljóðakveri. Það er kannski ekki beint innlegg í baráttuna, en barátta fyrir betri heimi engu að síður, af því að það er gert til að göfga manninn. Bragi: Ætli þetta sé ekki nokkuð einkennandi fyrir skáld yfirleitt nú á dögum. Þau eru vantrúuð á að retorík, ræðumennska og slagorðaflaumur sé það sem nútímamanninn vanhagar um. Hitt sé miklu sannara: að í verki skáldsins birtist virðing þess fyrir lífinu. Jóhann: Ljóðlistin hlýtur að vera andóf gegn öllum þessum hávaða nútímans. Hún finnur þörfina á að byrja upp á nýtt, mynda ný orð eins og dada- istarnir sem töluðu til mannanna á ný og sögðu dada eins og barnið. Það er þörf á einhverju sem sprengi mælskuna og leiði menn út úr véla- menningunni, borgarlifinu. Það er þetta sem García Lorca er að túlka í Skáldi í New York, þegar hann vill fara aftur til Santiago, þar sem hinu einfalda lífi er lifað, burt frá vélamenningunni. Er þessi vélamenn- ing ekki að tortíma okkur? Ari: Flýja vélamenninguna? Nú getur vélin verið yndislegur hlutur, ef hún er notuð á réttan hátt. Jón frá Við þurfum að ráðast á vélaómenninguna og reyna að breyta henni í nýja Pálmholti: vélamenningu. Jóhann: Það sem ég átti við var, að í einverunni hugsi menn sjálfstæðar en ella — að menn megi ekki láta vélina hugsa fyrir sig, heldur eigi þeir að hverfa til sinnar eigin skynsemi og leita að látlausum oi’ðum, og þetta viðhorf finnst mér líka koma mjcg skýrt frarn í þessum myndurn hérna á veggjunum eftir Hjöxdeif, Nínu, Hörð — og í vei’kum annarra nútíma- málax-a. Ég held að skáldskapur og öll list stefni að því að fá manninn til að staldi'a við, leita til þagnarinnar. Ég vil halda því fi’am að rnenn vei'ði að hlusta á þögnina, áður en þeir skynji leiðina. Ari: En þess er ekki að vænta, að fólk sem hefur ekki til næsta máls, geti sinnt slíku. Jón frá Þarna erum við komnir að merkilegum þætti í þessu máli: tímaskorti Pálmholti: fólksins, sem leyfir því ekki að njóta andlegi'a verðmæta. Jóhann: Það er einmitt þetta sem ég átti við: að vélaómenningin er búin að taka völdin af manninum. Ari: En það er þó einmitt hlutvei'k vélarinnar að veita manninum þennan tíma, sem hann vantar. Jóhann: Ætti að vera það, já. Ari: Og hverjir eru það sem ákveða hlutverk vélai'innar í mannfélaginu? Eng- Birtingur 25

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.