Birtingur - 01.12.1958, Side 32
sinn á næstu kynslóð á eftir, sem er tæpum tuttugu árum yngri en við,
og segja: sjáið gróskuna! Ég spyr um okkar kynslóð.
Jón úr Vör: Ég verð nú að taka undir það hjá Hannesi að mér þykir þú, Einar minn,
helzti lukkulegur með nútímaljóðlistina hjá okkur og afgreiða hina
eldri fullhranalega yfir í yztu myrkur. Er þetta ekki kokhreysti?
Línur eru hér enn mjög óskýrar. Ljóðþróunin hefur verið töluvert
önnur hér en annars staðar í heiminum. Hér virka allar listastefnur
seinlega og hægt fram yfir síðari heimsstyrjöld. Við Steinn erum lötr-
andi sporgöngumenn Jóhanns Jónssonar, Jóhanns Sigurjónssonar og
Jóns Thoroddsens yngri — manna sem dóu ungir og lifðu sína skömmu
manndómsævi erlendis, voru enda afkastalitlir og varla nema hálfir
í ljóðagerðinni. Kiljan, sem ég verð einnig að nefna hér, hefur varla
ort nema eitt formbyltingarljóð, en gerðist snemma heldur íhaldssamur
í þessum efnum, eins og meginhluti ljóða hans vitnar um. Það er
kannski glámskyggni af mér, en ég hef aldrei sett Tíma og vatn Steins
mjög hátt á blað. Ég met Stein meira fyrir annað en þá bók. Mér er
nær að halda að persónuleg áhrif Steins á ungu skáldin hafi verið
meiri en áhrifin frá bókum hans. Um áhrif mín er ég varla dómbær,
en fyrir ýmsra hluta sakir hljóta þau að hafa verið miklu minni, bæði
hvað viðvíkur lífsskoðun og skáldstefnu. Hvað þér viðkemur sjálfum,
Hannes, verð ég að segja þetta: þú ert strax nokkuð hikandi 1 stefn-
unni. Ljóðmál þitt og allur hljómur eiga sér sterkari rætur í þjóðlegri
hefð en okkar hinna, og öll lífsstefnan er óráðnari. Stefán Hörður er
heimspekilegur vangaveltari, fagurkeri, ekki mjög brennheitur í and-
anum, Sigfús er okkar nýtízkastur og borgaralegastur. Mér finnst að
hér eigi líka að nefna Jón Óskar, sem er kannski okkar allra mestur
völundur að listrænni túlkun og samkvæmastur þessum tima.
Bragi: Ég held, Hannes, að ágreiningur okkar geti ekki — nema þá að óveru-
legu leyti — stafað af ólíkum Ijóðsmekk, enda væri þá hægt að spara
sér frekari orðræður, því deilur um smekksatriði eru oftast frernur
ófrjóar. Það sem mér finnst milli bera er: í fyrsta lagi, að ég tel þig
ekki enn hafa fært fram neinar líkur, hvað þá viðhlítandi rök fyrir þeirri
grunsemd þinni, að nútímaljóðlistin sé ekki hlutverki sínu vaxin, né
heldur því, að hún hafi varnað ykkur fjórmenningunum máls; í öðru
lagi leggjum við ekki sama skilning í hugtakið ,,þróun íslenzkrar nú-
tímaljóðlistar“, nálgumst því ekki aðeins málið sinn frá hvorri lilið,
heldur ræðum raunverulega að nokkru leyti sitt efnið hvor; í þriðja lagi
finnst mér koma fram hjá þér — og reyndar einnig Jóni úr Vör —
undarlegt og ómótíverað vanmat á framlagi „okkar kynslóðar“, sem þú
kallar svo, og yngstu mannanna, en verk þeirra tel ég skylt að skoða
sem fyrirheit — misjafnlega fögur eins og gengur — í stað þess að
afgreiða þau með einu orði: barnabrek. Ég álít (eins og Jón úr Vör
30
Birtingur