Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 33
virðist einnig gera), að þróun íslenzkrar nútímaljóðlistar hefjist miklu
fyrr en venjulega er talið, eða með Fornum ástum Nordals (1919) — þó
að sporin séu slitrótt næsta aldarfjórðunginn — en frá lokum síðari
heimsstyrjaldar sé þróunarferillinn óslitinn. Til að skýra þetta betur skal
ég nefna titla og útgáfuár nokkurra bóka, sem trúlega yrði litið í, ef
kanna ætti þróun nútímaljóðlistar hérlendis eftir stríð: Þorpið (’46),
Annarlegar tungur (’48), Tíminn og vatnið (’49), Dymbilvaka (’49),
Ljóð Sigfúsar (’51), Svartálfadans (’51), Imbrudagar (’51), Með örva-
lausum boga (’51), Það blæðir úr morgunsárinu (’52), Gestaboð um
nótt (’53), Skrifað í vindinn (’53), Sjödægra (’55), Aungull í tímann
(’56), Regn í maí (’57), Geislavirk tungl (’57), Nóttin á herðum okkar
(’58), Undarlegir fiskar (’58), Erlend nútímaljóð (’58). Þetta bókatal
sýnir að rnínu áliti óslitið samhengi frá þremenningunum Anonymusi,
Steini og Jóni úr Vör, sem eru eins konar tengiliður við eldri kynslóð-
ina, um verk eftirstríðsmannanna, sem eiga að nokkru rætur í hefð en
standa nútímanum mun nær, yfir til hinna yngstu, sem liggur nútíma-
ljóðið jafn eðlilega á tungu og ferskeytlan Þorsteini Erlingssyni. Þessi
upptalning afsannar einnig orð þín um ófrjósemi módernistanna, ekki
hvað sízt ef þeir eru bornir saman við sum þeirra skálda, sem þú
nefndir: Jón Helgason stendur á sextugu og hefur gefið út eitt kvæða-
safn, fremur lítið að vöxturn, en Tómas hafði á þínum aldri gefið út
tvær ljóðabækur — aðra þeirra rnunduð þið eflaust kalla barnabrek —
og milli bóka hans liðu 7, 8, og 10 ár. Hitt er svo annað mál, hvernig
módernistarnir stæðust mannjöfnuð við gömlu mennina, því gæðin skipta
mestu, magnið ekki. Við getum illa dæmt réttilega í slíku máli og öll-
um yrði það erfitt, því góð ljóð eftir Tómas eða Guðmund eru nákvæm-
lega jafndýrmæt góðum ljóðum eftir Sigfús eða Stefán Hörð. En hefði
ég í höndum ljóðaval íslenzkra módernista 1946—58, annað eftir hefð-
bundin skáld frá næstu tólf árum þar á undan (1934—46) og ætti að
skera úr því, hvorir hefðu lagt heilladrýgri skerf til f r a m þ r ó u n a r
íslenzkrar ljóðlistar með verkum sínum, segði ég hiklaust: módernist-
arnir .— Það er rétt sem Jón úr Vör sagði: línur eru hér óskýrar, eink-
um framan af. Þess vegna er alltaf hætt við, að einstökum skáldum
verði gert rangt til, þegar reynt er til glöggvunar að draga ákveðnar
meginlínur. Þú minntist á Snorra Hjartarson og Hannes Pétursson. Vit-
anlega hvarflaði ekki að mér að niðra skáldskap þeirra, þó ég tæki upp
í mig áðan. Ég lít svo á að Snorri reki með glæsilegum hætti langa lest
skálda sem nær alla leið aftur til Jónasar Hallgrímssonar, en Hannes
Pétursson sé einn þeirra millikynslóðamanna, sem alla jafna koma fram á
umbrotatímum í listum og eiga vísa hylli andófsliðs og bræðingsmanna,
eins og á hefur sannazt um hann. — Ég verð að mótmæla orðum þín-
um, Jón: að ég hafi vísað hinum eldri í yztu myrkur. Þeir ortu eins
Birtingur
31