Birtingur - 01.12.1958, Side 36

Birtingur - 01.12.1958, Side 36
Jón úr Vör: Má ég skjóta inn smá athugasemd? Þið Einar Bragi virðizt báðir leggja ranga merkingu í orð min um barnabrek yngstu skáldanna. Ég tók svona til orða til þess að leggja áherzlu á það, að hér væri um að ræða verk manna, sem ekki hefðu náð fullum þroska og hefðu ekki enn full- mótaða lífsskoðun og skáldstefnu. Þeirra uppeldistímar og heimur er allur annar en okkar. Við eigum fortíð, með öllu sem henni fylgir, þeir eiga bara nútíð og framtíð, að ógleymdum arfinum góða, sem gengið hefur í gegnum okkar hendur. — Þá get ég ekki stillt mig um að benda þér, Hannes, á dálítinn misskilning, sem kemur fram í ummælum þín- um um eftirsjá mína í sambandi við þorpssviðið. í bókmenntasögu Kristins er þetta kallað rómantískt viðhorf. Hvorugt er rétt. Hér er eingöngu um að ræða þann ljóma, sem jafnan fylgir endurminningu hvers manns, sem notið hefur ástríkis og þykir vænt um það fólk, sem hann talar um. Hér er auk þess um að ræða baráttutímabil, viðburða- mikla daga, sem maður þrátt fyrir allt minnist með nokkru stolti að hafa lifað. — Og nú vil ég snúa mér til þín, Jón minn, sem situr hér þöguli og hefur hlustað af mikilli þolinmæði á speki okkar hinna. Væri ekki rétt, áður en lengra er haldið, að einhver formaði í stuttu máli helztu einkenni nýstefnuljóðsins — módernismans — og tæki fram: í hverju það er einkum frábrugðið því, sem við áttum að venjast? Jón Óskar: Mér kemur í hug það sem José Ortega y Gasset segir í ritgerð árið 1925 um nútímastefnu í bókmenntum og listum, að reynt sé að losna við allt það, sem mannlegt er, þannig að listin verði hrein, eða einsog Archibald McLeish sagði: ,,A poem should not mean, but be.“ Gasset nefnir til dæmis franska ljóðskáldið Mallarmé, sem hafi fyrstum manna tekizt þetta. Mallarmé lézt fyrir síðustu aldamót og fæst ljóðskáld hér- lendis munu hafa lesið neitt eftir hann og ekki heldur eftir þá, sem síðar gerðu nútímastefnuna, ,,módernismann“, að voldugri hreyfingu í heimsbókmenntunum, dadaistana, súrrealistana osfrv. Ef Gasset væri tekinn of hátíðlega, væri tæplega nokkur nútímaljóðlist til á íslandi. Það, sem var að gerast úti í heimi upp úr fyrri heimsstyrjöldinni, fór framhjá okkur, við urðum aðeins seint og síðarmeir fyrir brotabrota- áhrifum. Við höfum aldrei reynt að losa okkur við það, sem mannlegt er, aldrei gengið sömu braut og súrrealistar, dadaistar eða fútúristar. 1 verkum þeirra höfum við aðeins tileinkað okkur það, sem mannlegast var,. það er að segja mest gamaldags. 1 Tímanum og vatninu kemst Steinn ef til vill næst því að vera módernisti, eftir skilningi Gassets. Á því sjáum við einnig, að það er ekki ytri búningur, hefðbundinn eða óhefðbundinn, sem sker úr: form Steins á Tímanum og vatninu er hefðbundið. En hverjir hafa gengið sömu braut og Steinn, — burt frá því, sem mannlegt er —? Enginn. 34 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.