Birtingur - 01.12.1958, Page 39

Birtingur - 01.12.1958, Page 39
líf þjóðarinnar. Þá voru menn eins og Laxness, Þórbergur, Jóhannes og Magnús í fullu fjöri. Eins og við vitum stofnuðu þessir menn ásamt fjölda annarra vinstri höfunda og undir forystu Kristins Andréssonar Félag byltingarsinnaðra rithöfunda. Það gaf út Rauða penna. Upp af því reis svo Mál og menning og Tímaritið. Allir játuðu hinir róttæku rithöfundar þá kenningu, að marxisminn væri vísindaleg hagfræðistefna, sósíaldemókratismi væri kák, sem leiddi til viðhalds auðvaldsskipulagsins, gerði agnúa þess ekki eins áberandi og sára og tefði því aðeins fyrir frelsuninni. Kommúnisminn setti manninn ofar öllu, í ríki hans fengju gáfur manns cg hæfileikar að njóta sín til fulls. Þetta var ný bók- menntahreyfing á Islandi. Ein af höfuðkenningum hennar var sú, að skáldið ætti að vera félagi alþýðunnar og mætti umfram allt ekki láta tengslin við hana slitna, bókmenntirnar væru straumur í djúpi félags- lífsins. Rithöfundurinn átti að láta verk sín skírast í eldi félagsátak- anna og standa við hlið alþýðunnar í alþjóðlegri baráttu hennar fyrir afnámi auðvaldsskipulagsins. 1 þessum hópi voru líka allir helztu nýjungamennirnir í ljóðagerðinni. Jóhannes hafði varpað af sér rósfjötrum rímsins — þó að hann tæki þá nú raunar á sig aftur að nokkru leyti — Magnús veitti nýjum straumum inn í ljóðagerðina með þýðingum sínum. Við Steinn vorum meðal yngstu liðsmannanna í þessari fylkingu. Kennisetningar þessarar róttæku bókmenntahreyfingar voru mótaðar fyrir rúmum 20 árum. Þær dugðu okkur allvel á kreppu- og styrjaldar- árunum, einmitt á þeim árum sem við stigum aðalskrefin í áttina til nýtízkulegri ljóðagerðar. Fyrstu árin eftir styrjöldina fylltumst við nýrri von um bjartari tíð mannkyninu til handa. En brátt syrti í álinn, ýmislegt fór að koma í ljós, sem veikti trú okkar á dýrðarríki komm- únismans, og er óþarft að rekja þá sögu. Hérlendis var líka margt að gerast, landið hernumið og svo framvegis. Og hvar var blessuð systir okkar, alþýðan? Iðnaðarstéttirnar urðu stríðsgróðaveldi í landinu og fylktu liði yfir í borgaraflokkana, verkalýðurinn varð eins konar kosn- ingafé sem látið var hlaupa á pólitíska garða eftir geðþótta stjórn- málabraskara. — Okkar prúðu riddarar úr forystuliði róttækra rithöf- unda týndust einhvern veginn innan um útsaumaða púða á borgara- legum heimilum — og ef þeir stungu upp höfði, var það helzt til að segja draugasögur eða flytja í kokkteilpartíum ræður, sem hægt var að misskilja bæði í austri og vestri, aðrir tvístigu lukkulegir í dag og svartsýnir á morgun, gjörsamlega áttavilltir, þumbuðust þó við drátt moskvulínunnar sjónlitlir og heyrnarsljóir. Ofan á allt þetta bættist það, að öll róttæka fylkingin, að Jóhannesi undanskildum, var hikandi gagnvart nýstefnumönnum í ljóðagerð, ef ekki beinlínis fjandsamleg þeim, og stefndi gegn þeim skáldum sem Birtingur 37

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.