Birtingur - 01.12.1958, Síða 42

Birtingur - 01.12.1958, Síða 42
Hörður Ágústsson: Af minnisblöðum málara Er þá ekki bezt að skrifa orð: um þögnina og þyt vindsins eða þá hið átakanlega fyrirbrigði íslenzk hús, íslenzkt sambýli, siðgæði í umgengnis- háttum, eða muninn á því að vera átján ára og þrjátíu og sex ára, mun- inn á rúmskyni og tregaskyni, eða næmi á náttúruna. Ég gekk upp að skólaseli Menntaskólans áðan eftir 18 vetra fjarvist. Skrýtið, segir maður eða neitar sem lífsreyndur maður að anza þeim kynlegu röddum sem koma hjartanu, þessari dásamlegu þrýstidælu blóðsins og tákni hins bezta sem í okkur býr, til að slá hraðar. Á ég að rifja upp eins og gamall hershöfðingi orrustur sínar þetta asnalega æviskeið, æskuárin sem æsku- fólk á alls ekki skilið að njóta? Nei, ekki hér og ekki ég: það hæfir ekki. Ómur af stúlknaröddum, lokaðar dyr varanna: fyrirheit. Eins og mér fannst þetta stórt og mikið, og svo var örugglega einhver ilmur sem auðvitað er horfinn; í staðinn vanrækt hús, eins og úfinn draumur af vindum hversdagsleikans, sem aldrei hefðu átt nálægt því að koma. Enn er ég kominn með orðin og myndirnar: bæinn í dag og börnin, húsin í skrautsjali úr skýjum, nýmáluð regni og ný af því nú er ég sjáandi, en ekki blindur eins og í gær með ógagnsæjan vegg, sem ekkert fær sprengt, fyrir sjónum mér: hversdaginn. Og vonleysið næstum horfið þegar ég stend andspænis nýfæddu landi, nýfæddur maður sem man þó óljóst sitt fyrra líf: vonleysi þess sem getur ekki svarað áskorun ijóssins, að hann hvílist í litum landsins, að augu hans tíni fegurð þess eins og börnin tína ber. Það getur verið yndislegt að lifa: undir torfvegg niðri við sjó, með munstrað þak skýjanna yfir höfði sér — hverflynd randafluga, tístandi mófugl, rólyndur már í humátt, eirlitar flúðir, haf og þráðbein lína við sjóndeild. Yndislegt. Þessí íslenzku sjávarþorp. Að nálgast þau í hillingum: sjáþau tognasund- ur og koma saman aftur þarna niðri, þar sem sléttan endar og sjórinn tekur við, endalaust gólf. Eyrarbakki, Stokkseyri. Fólkið í Gaulverjabæ og Flóa hlýtur að hugsa öðruvísi en aðrir íslendingar. Það er eins og maður sé kominn til Hollands. Nú skil ég ást Ásgríms á Hobbema og Ruijsdael: hann er alinn upp við sama landslag, einkum þegar litið er til hafsins. Já, þessi sjávarþorp með húsgafl við götu, grindverk, gamla konu sem staulast áfram, forvitin börn á vegbrúninni. Kjarninn í slíku þorpi er 40 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.