Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 44

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 44
altaristöflu kirkjunnar í Gaulverjabæ: heilagur, heilagur, heilagur ertu Drottinn. Það var unaðslegt að gleyma þessum gömlu gildum: þessi hlutur skal vera í þessum skorðum og öðrum ekki; unaðslegt að falla af himnum ofan á nýja jörð, vita engar áttir lengur, en verða að krafsa sig áfram sjálfur til eigin skynjunar: ekkert er eins og það var, ekki Hellisheiði, ekki Ingólfsfjall, allt er ferskt: formið, svalir litir, dökkgráir sandar með fölgrænum melgrasskúfum, ennþá dekkri flúðir, fjara uppfrá silfurlitum sjó. Þorlákshöfn. Og húsin. Hið gamla heiðarlega rótgróna ísland: torf- bær, mold, steinn, timbur. Vaxið upp á þessum stað, veðrað af vindum, stríðum ómildum vindum og þrálátum eins og suð í barni. Andstæðan: aðfluttar tildurslegar og smekklausar stássflíkur, reyndar frá höfuðborg- inni, litlu höfuðborginni Reykjavík liggur mér við að segja, því raun- verulega eru þær afsprengi stóra höfuðstaðarins: Keflavíkurflugvallar. Hér eru þær, lagðar í krans eins og kjánalegt evrópuglingur á frum- stæðum svertingja: nýbyggingarnar, móderne arkitektúr Islands. Alls staðar glottir við manni þetta viðbjóðslega krull, þessi flekkun á lands- kostum, þessi ömurlegi vitnisburður um fegurðar- og siðgæðisþroska ís- lendinga árið 1958. Það er ekkert efamál, að íslenzk byggðarmenning er alltaf að sökkva dýpra og dýpra í forað eftiröpunar og stílstælinga. Menn vilja ólmir stæla gotneska stílinn, rómanska stílinn, pagódustílinn og moskustílinn, og loks er það kahforníuvillan með kamínuna. Þvínæst er stælingin stæld í mínus ennta veldi: enginn sér útyfir alla þá hörmung. Þó keyrir fyrst um þverbak, þegar stæling í húsagerðarlist er orðin eins og stælinga- iðja leikfangasmiðs: eitthvert glingur út í bláinn. Hugsunin að baki Háteigskirkju virðist vera hin sama og mannsins sem smíðar kubba handa börnum: hann lítur lauslega á einhvern hlut hinna fullorðnu — bíl, hest, hús, kirkju — og stælir það þannig, að barnið kannast við megindrættina. Slíkur yfirborðsháttur er hin versta óvirðing á kristin- dómnum og þeirri sannleiksást sem hann byggir á. Þetta stóra kjánalega leikfang, Háteigskirkja verkar á mann eins og argasta guðlast. Maður gæti ekki trúað því, að fólkið sem hana reisir lifði á okkar dögum, ef maður vissi ekki, að það ferðast í bílum, flugvélum, hlustar á útvarp, horfir á kvikmyndir eins og annað nútímafólk. En þegar það fer að reisa sér helgidóm, er allt í einu eins og það lifi hvorki á þessum stað né þessum tíma. Rýrir það inntak kristninnar, að kristnir menn byggi sér guðshús úr þeim byggingarefnum og með þeirri tækni, sem nútíminn hefur yfir að ráða? Ekki var það álit manna fyrr á öldum, áður en maðurinn forspilltist af hégóma þeim og prjáli sem sigldi í kjölfar iðn- 42 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.