Birtingur - 01.12.1958, Side 51

Birtingur - 01.12.1958, Side 51
í augum frumstæðs bónda er hrjóstrið ljótt; fegurðin er í gróðrinum, í búsældinni. Þegar Njáluhöfundur lætur Gunnar segja: Fögur er hlíðin! hefur ekki vakað fyrir honum sú fegurð, sem dregur okkur í Fljótshlíð- ina nú á dögum, — enda bætir hann við: „bleikir akrar, en slegin tún“. Það er ekki fyrr en menn horfa á náttúruna út um glugga borgarinnar, að fegurð hennar verður þeim augljós í skilningi okkar. Náttúrudýrkun 19. aldar skálda okkar er hér engin mótsögn, því viðhorf þeirra allra hafði mótazt af erlendri borgarmenningu og þeirri náttúrurómantík, sem henni fylgir. Mér kemur í hug smáskringileg saga um tvo góðkunningja mína, annan skáld og vísindamann í Kaupmannahöfn, hinn bókaútgefanda hér í bæ. Eitt sumar kom sá fyrri heim frá Kaupmannahöfn, og þeir tveir tóku sér ferð á hendur austur í Öræfi, þar sem hvítur jökulhjálmurinn er rétt yfir bæjunum, en skriðjöklar þokast niður á svarta sanda. Morgun einn í himnesku veðri ganga þeir ásamt með bóndanum, þar sem þeir dvöldu, á vit þessarar tindrandi dýrðar og standa báðir andspænis lrenni yfir- komnir af hrifningu. Er þeir fá loks málið aftur, segir annar við bónd- ann: Mikið má vera undursamlegt að búa í nábýli við slíka tign! „Iss,“ svaraði þá bóndinn, „mér hundleiðist þetta jökladrasl!" Og það var það. En það er ekki aðeins fegurðarskynjun gagnvart náttúrunni, sem þannig er ákvörðuð af öðrum hlutum. Slíkt er mjög algengt í listum. Ég býst við því, til dæmis, að kvæðið „Ég vil elska mitt land“ sé heldur vesæll skáld- skapur, myndlaus upptalningaruna. Samt er það sungið af mikilli hrifn- ingu og stór hópur manna mun telja það fagurt. Ef þeir skoða hug sinn, munu þeir komast að því, að fegurðin er ekki í kveðandinni, ekki í orð- hljómnum, ekki í myndauðgi kvæðisins eða slíku, — heldur í samsömun þeirrar ættjarðarástar, sem maðurinn ber í brjósti við merkingu kvæðisins. 1 málverkum er það hinsvegar oft minningargildið, sem mestu um ræður. Myndin sýnir stað, sem manni er hugstæður; því finnst honum málverkið fagurt. Þannig er hinu hreina listgildi oft blandað saman við allt annan hlut; listaverkið verður þá staðgengill hluta í umhverfi okkar og skírskotar til í-eynslu, sem þegar er fengin, í stað þess að verða honurn ný upplifun. Sé um fegurð nytjahluta að ræða, er þetta viðhorf eðlilegt. Okkur þykir að öllu jöfnu sá stóll fallegri, sem gott er að sitja í, heldur en sá óþægilegri. Skip þykir okkur fallegra, sem liefur rennileg form, heldur en hið klunnalega. En er þá til nokkur hrein fegurðarskynjun? munu menn spyrja. Er hún ekki alltaf undirorpin einhverjum skilvitlegum þáttum af þessu tagi? Þessu verð ég að svara með því, að sé svo, hljóti þeir þættir að liggja svo djúpt og svo duldir í vitund okkar, að erfitt sé að gera sér þeirra grein. Fegurð hljómlistar eða óhlutbundinna málverka, til dæmis, er sjaldnast vakin í huga okkar af neinum s k i 1 g r e i n a n 1 e g u m tengsl- Birtingur 49

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.