Birtingur - 01.12.1958, Page 52

Birtingur - 01.12.1958, Page 52
um við annað, — hvorki í hugmyndum okkar eða nánasta umhverfi. Hún á samsvörun í tilfinningalífi okkar, sefar eða vekur upp næmleik þess, og listaverkið tjáir sig í huga okkar eins og hugur okkar tjáir sig í því. Við spyrjum ekki um tilgang, ekki um gott né illt, ekki um rétt né rangt, og því getur slík fegurðarskynjun átt hljómgrunn á öllum sviðum til- finningalífsins, jafnt því glaða sem tregafulla, og jafnvel það sem kallað er ljótt í daglegu tali, já viðurstyggðin sjálf, getur upphafizt í slíka feg- urð fyrir mátt listarinnar. Á ýmsum tímum hafa menn álitið, að til væri eitthvert eitt og endan- legt fegurðartakmark, sem listinni bæri að stefna að. Sem betur fer er þetta fjarri sanni. Væri svo, þætti okkur harla lítils um vert alla þá hluti, sem ekki stæðust þann mælikvarða fullkomnunarinnar. Það þýddi ennfremur, að þroskað fegurðarskyn manna beindist allt að einu og sama marki. Það væri til dæmis þokkalegt, ef okkur karlmönnum þætti ein og sama kona fegurst allra, en hinar allar síðan stiglækkandi að fegurð út frá þeim mælikvarða! Raunar er bandarísk kvikmyndagerð og fegurðar- samkeppnir að reyna að koma þessu óeðlilega viðhorfi inn hjá fólki. Nei, máltækið svíkur ekki, þegar það segir, að hverjum þylci sinn fugl fagur, — enda þótt þjóðfélagsaðstæður og menning hvers tímabils velji sér ákveðin fegurðarhugtök og setji þau á stall. Maðurinn er barn síns tíma, og þótt hann kalli sig andlega frjálsan, eru hugmyndir hans og fegurð- arskyn einatt mótuð af aðstæðum, sem hann hvorki ræður við né gerir sér ijósar. Ég skal taka tvö dæmi og það fyrra enn um kvenlega fegurð. Ef barokktímamaður 17. aldar stæði álengdar og horfði á fegurðarsam- keppni nútímans, á röð grannlimaðra, þvengmjórra kvenna, myndi hann óefað dæsa við af einskærri lítilsvirðingu og kalla þennan kvennafans herfilegar fuglahræður eða eitthvað þaðan af verra. I augum barokktím- ans er kona því aðeins fögur, að hún bókstaflega aki í spikinu; í myndum Rubens og Jordanes eru þessi yndislegu kjötfjöll þeim mun yndislegri, sem beinagrind líkamans hverfur betur í holdið. En hvernig stendur á þessu? Með nýlendustofnunum vestan hafs hafði borgarastétt Norður-Evrópu, einkum verzlunarlanda Niðurlanda, hafizt úr þröngum kjörum í mikla velsæld. Almúginn lifði þó enn við sult og seyru, og því varð ofhlæðið í listum, fatnaði, húsgögnum, já, og í kven- líkamanum, tákn velsældarinnar og eftirsóknarverður munaður, sem að- eins efnaðar stéttir gátu veitt sér. Nútíminn í Evrópu á ekki við hungur að stríða, miklu fremur við offitu, og þvi á grannt og spengilegt holdar- far, hófsemd í listum og híbýlamennt meiri hljómgrunn í hugum okkar en ofhlæðið. Það er haft eftir gamalli konu á Eyrarbakka, sem minntist á Nielsen faktor, að hún sagði: Æ, hann var svo feitur og fallegur! Þarna kemur 50 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.