Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 54

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 54
hana, gefur henni áþreifanlegan veruleik, og því hrífur slík byggingarlist okkur, að hún á þegar mótsvörun í huga okkar sjálfra. Jafnframt því sem listaverkið veitir okkur lífsunað með þessu, færir okk- ur feguið, eins og við köllum það, þróar það tilfinningalíf okkar og gerir það móttækilegra fyrir nýrri og nýrri fegurðarskynjun. Þetta útskýrir þá staðreynd, að fegurðarskynjun manna, sem ekki njóta neinnar listar að ráði, er svo til óbreytt alla ævi, en fegurðarskynjun hinna, sem njóta lista að staðaldri, einkum nýrra lista, festist ekki í skorðum, en heldur frjómagni sínu og næmleika. Ég veit um fullorðna menn, sem tönnlast enn á sama kvæðinu, sem þeir lærðu um fermingar- aldur og komast því aðeins í músíkalska stemmningu, að leikinn sé ein- hver gamall ræll. Þeir hafa aldeilis engu bætt við. Fegurðarskyn þeirra hefur vaknað til einhverrar meðvitundar, en síðan runnið sætlega í brjóst aftur með draum sinn greiptan í kvæðið eða rælinn. Slík dæmi þekkjum við öll, og ekki hvað sízt í sambandi við myndlist. Nú má enginn skilja þessi orð mín svo, að breytingar á fegurðarskynjun manna þurrki út allt, sem þeim þótti áður fagurt. Því fer fjarri. Að vísu verða þær til þess að vinsa úr, velja og hafna. En þær verða einmitt oft til þess að sýna okkur gamalkunnan hlut, sem okkur þótti fagur, í nýju og óvæntu Ijósi og gera hann okkur margfalt dýrmætari en ella hefði orðið. Frá sjónarmiði menningarsögunnar er aðalvinningurinn þó sá, að alltaf verður til hópur manna, sem hefur svo opna skynjun gagnvart nýjum fyrirbærum og nýrri reynslu mannsandans, að þróunin getur haldið áfram, meðan þjóðfélagslegur grundvöllur leyfir. Fersk fegurðarskynjun er því ekki aðeins stundlegur unaðsgjafi mannsins, heldur sú aflfjöður sem knýr framvinduna, losar sífellt um gamlar hugmyndir og kenndir og greiðir nýjum götuna fram. Þeim mun meiri ítök, sem list samtímans á í þjóðfélagi, þeim mun frjórri h'fshamingja fellur því í skaut, og því heilli gengur þjóðin öll á vit nýrra tíma. 52 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.