Birtingur - 01.12.1958, Síða 59

Birtingur - 01.12.1958, Síða 59
fyrir á þessum tíma. Þegar ég horfði á myndirnar, horfði á andstæður litanna rísa hver gegn annarri, líkt og eitthvert frumafl sé leyst úr læðingi, varð mér samt sú kennd sterkust, að það er sama hvernig allt geystist á himni og jörð, — það sem undir stendur er traust og gott, það ferst aldrei. Það er eins og þegar eldfjall gýs eða jökull skríður eða styrjöld verður laus, — það e r samt eitthvert lögmál, sem færir allt í skefjar um síðir. Okkur er ekki gefið mikið umburðarlyndi, en þó hvað minnst þegar lista- menn sem við höfum tekið ástfóstri við, sveigja snögglega inn á braut, þar sem við getum ekki fylgt þeim. Það eru rúm þrettán ár síðan að Svavar kom heim frá Danmörku með fyrstu sýningu sína hérlendis. Þá var hann orðinn frægur maður í Höfn og einhver óbilgjarnasti kvöðull hinnar nýju abstraktlistar. Ég man þá sýningu mjög vel og skrifaði um hana mín fyrstu orð um listir. f þeim myndum fór pegasus frjáls og þvert á allar götur, eða eins og maður syngi á öræfum, orðlaust. Eitt var víst: Svavar Guðnason var allur í þessum myndum, þrjózkan og óbilgirnin, hugarflugið og rótfesta Hornfirðingsins, sem hafði engu týnt. En svo komu ár og sumum fannst Svavar farinn að spekjast. Frá honurn komu myndir, þar sem liturinn hafði verið agaður til þess að þjóna mjög nákvæmri heildarskipun — eða fönsun, eins og Svavar kallar komposition í sýningarskrá sinni, — myndir, þar sem ekki mátti broti halla. Raunar var myndsýn hans enn stór í sniðum, en mjög beizluð. Sjálfur verð ég að játa, að ég saknaði oft óstýrilætisins, umbrotanna, og mér þótti oft senr Svavar væri hér að ganga undir annað jarðarmen en honum var ætlað. En nú kemur þessi sýning og sannar okkur, að við erum aldrei dómarar á það, hvar listamaður eigi að leita sinna lærdóma. 1 nýjustu — og að mínu viti beztu — myndum þessarar sýningar kemur fram hin gamla kynngi Svavars, mögnuð og ör, en samt i böndum miklu strangari mynd- skipunar. Manni sýnist því sem umliðið tímabil í list hans hafi verið skeið sjálfsögunar, og nú sé að því komið, að hann geti aftur hleypt gammi sínum á skeið án þess hætta sé á að hann missi tauminn. Það er sennilega af reipdrætti þessara tveggja andstæðna, skaphitanum annars vegar og öguninni á hinn, að mér finnast myndir þessar bera í sér það viðhorf, að sama sé hvernig allt brjótist um í heiminum, — hann muni samt standast. Björn Th. Björnsson. Birtingur 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.