Birtingur - 01.12.1958, Side 66

Birtingur - 01.12.1958, Side 66
vængjaleysi veldur minni töf.“ Næst er Skilnaður: „Við brottför þína brugðu fjöllin lit“ — hér mun kona vera í spilinu: „því aldrei framar fer ég þín á vit / í fremsta hvamminn, þar sem blómin smáu / þoldu önn við okkar fyrsta fund.“ Búið, sleppti hér annarri og þriðju línu. Þá koma Útmánuðir: „1 djúpu gili þyrstur lækur þegir, / en þrútinn skafl á hörðum barmi sefur / og mókir yfir dýrum drykkjarföngum," svo kemur leysingin í tveimur næstu línum „og sumblið hefst í dimmum klettagöngum." Kvæði er lokið. Nokkuð þykir mér hér skorta á frumleilc í myndagerðinni, þrátt fyrir prúðbúið og Ijóðrænt orðaval, líkingin í síðasta kvæð- inu djörf, en dálítið hæpin. Hér skal ég birta til viðbótar þrjú heil kvæði: Maí Hinn óslitni vetrarvefur sinugrár hlíðina hjúpar, þó liðið sé langt fram á vor og grænleitar gróðurnálar um brekkuna brothættar saumi feimin og fálmandi spor. Hér er vefnaður í hlíðunum, en sauma- skapur í brekkum, og það eru gróðurnál- arnar, sem tekið hafa að sér hlutverk gerandans. Þessu alkunna yrkisefni hafa fjölmargir hagyrðingar gert betri skil. Á næstu síðu er: Mannsefnið Þótt í þig sé allmikið spunnið, er þáttur hver illhærum aukinn og bláþráðum hnökróttum hnýttur; svo unnu með hangandi hendi úr ótáðu nærsýnar nornir örlagaþræðina þína. Kjarnmeiri hefði þessi vísa orðið sem venjuleg ferskeytla, og hér eru nornirnar gerðar nærsýnar vegna stuðlanna. Aldrei hef ég heyrt, að þeir sem við þann sjón- galla þurfa að stríða séu óvandvirkari en aðrir. Þá er kvæði sem heitir: Vísa Þú gerir vor mitt að vetri og lest mér frostrósir fölvar, svo hrímþorn í brjósti mér hníta. Og döggin harðnar að hélu, en litur af laufi týnist, er afbrýði sál minni svalar. Hér eru ærið skáldleg orð og rétt sýn til efnisins, myndin heilsteypt, en eitthvað vantar. Ætli það sé nú ekki einmitt það, að hugsuninni hæfi einfaldari búningur? Það er varla við hæfi að „lesa“ rósirnar í slíku drama, „hrímþornið“ er líka of sterkt orð á undan hélunni, sem er nú ekki nema hóflega kæld dögg til að svala sólinni í afbrýðiskastinu. Margs þarf að gæta í ljóði, einkum þegar ótætis rímið og stuðlarnir eru annarsvegar. Eins og sjá má á þessum dæmum, er hér ekki slorlega rímað og mærðarlaust er talað, enda ekki mikil ástríða í þessari bók, höfundi liggur ekki mikið á hjarta. Þessi stuttu kvæði, sem mjög eru ein- kennandi fyrir bókina, hefðu sloppið við flesta sína annmarka og orðið trúrri og geðfelldari, ef höfundurinn hugsaði ekki svona átakanlega rímbundið. Frumortu kvæðin eru tuttugu talsins, yrkisefni eru álík þeim sem ég hef þegar nefnt, kvæðin lík að lengd og formi, hið lengsta er sjö sexlínu erindi og heitir Hjá írskum sagnaþul. Það er ytri lýsing á gömlum manni, sem sagt er að hafi margt reynt og frá mörgu hafi að segja; er hann 64 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.