Birtingur - 01.12.1958, Page 71

Birtingur - 01.12.1958, Page 71
úr Kötlum (Sjödægra) og jafnvel þýð- ingar hans (Annarlegar tungur). Dæmi: í skugga súðar eldstöfum rista kertaljósin minnið bernskubjart. Fönn hlúir ungu frjói, stjörnur stafa bjarma á frostblóm í glugga. (Jól) Eða jafnvel Þorsteinn Valdimarsson. Dæmi: Á breiðum tónsæ byrþanið segl. Myndlíf söngs og sagnar (Þrá) En Arnfríður á líka til persónulegan tón og þokkalegan málsmekk, og það bezta í bókinni er allgóður skáldskapur: Vor Ef maðkur fer yfir votan stíginn þá hef ég leitað orða oft og lengi gaumgæft hvert og eitt einsog garðyrkjukona tíndi þroskuð blóm og að stundu fyndi drúpandi blóm á ungs manns gröf. Hve oft hef ég þá brúað fjarlægð brum-fellt orð að orði og öllu hrundið hljóð í ryk. Þrútið brum — þá hef ég hringsólað oft einsog kona sem þekkir ekki orð veit ekki hvers né hvar skuli leita. Einsog gleði daufdumbs viti hvað hún heitir? — Að hún heitir gleði? Loks — ef maðkur fer yfir votan stíginn. Þetta er bezta ljóð bókarinnar, að mestu laust við þá uppskrúfuðu tilgerð, sem alltof oft eyðileggur ljóð Arnfríðar. Þetta ljóð og kaflar úr nokkrum öðrum gefa okkur vonir um að hin tæra ljóðlind eigi sér þrátt fyrir allt bústað í brjósti skálds- ins. Ég óska Arnfríði til hamingju með þessa bók. Jón frá Pálmholti. Regn í maí Einar Bragi: Regn í maí. Teikningar eftir Hörð Ágústsson. Helgafell. Með fjórðu ljóðabók Einars Braga rætast margar vonir sem vöknuðu þegar sú fyrsta kom út. Ljóðræn gáfa hans nýtur sín betur en áður, taumhaldið á skáld- fáknum er öruggara og mynduglegra. Enn sem fyrr er Einar Bragi skáld hinnar glaðsáru lífskenndar, sem spannar bæði yfir fæðinguna og dauðann, geymir jafnt í sér ljós og myrkur, ef þar aðeins hrær- ist líf. En lífið, með mátt sinn til sífelldr- ar endurnýjunar, er einmitt sigurinn jrfir dauðanum. Aldrei myndi Einar Bragi hafa ort sem hið fræga skáld: April is the cruellest month . . . Þvert á móti fagnar hann þegar brum- knapparnir bresta og fræin spíra í jörðu, liann er skáld vorsins, eitt af mörgum sem við íslendingar höfum átt, en nýr og ferskur. Sjálf nöfn bóka hans bera vorinu vitni: Eitt kvöld í júní, Regn í maí. í öllum þessum ljóðum hrærist lífið, ýmist sigrandi eða sigrað en ætíð heillandi, þrungið inntaki og spennu. Ljóðmyndirn- Birtingur 69

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.