Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 75

Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 75
Ljónið sagði við ljónynjuna: „Með því þú ert brennisteinsgult duft .. . Síðara erindið sætir sömu meðferð. Said the Sun to the Moon — ,,When you are but a lonely white crone . . . verður: Sólguðinn ávarpaði mánagyðjuna: „Þar eð þú ert aðeins gráhærð einmana gömul kerling . . . Ljónið og sólin eru ekki að ræða um á- stand maka sinna á þeirri stund sem orð- in eru töluð, heldur myndbreytingarnar sem tíminn á eftir að færa yfir þá. Prent- villa hlýtur það að vera þegar talað er um „augu í viðarfjöllum“ í Skógarhöggs- manni Neruda. í enskri þýðingu, sem mér er ein tiltæk, ræðir um „eyes like those in wooden planks“. Öþarfa hæglæti er að þýða „pound the table with love“ í sama verki „klappa á borðið af ást“. Valið á ljóðum í safn þetta, þar sem tólf þýðendur hafa lagt saman og kosið sér sjálfir viðfangsefni, hlýtur að verða nokk- uð handahófskennt. Aðalávinningurinn er fjölbreytni í höfundavali, en menn mega ekki ætla að hér sé þjóðum skipað rúm í réttu hlutfalli við framlag þeirra til nú- tímáljóðlistar. Ekki verður heldur á allt kosið í rúmlega hundrað síðna bók, mestu máli skiptir að hér eiga íslenzkir lesend- ur greiðan aðgang að þýðingum Hann- esar Sigfússonar á Nezval, Jóns úr Vör á Martinson og Jóns Óskars á Desnos og Éluard, svo að nokkuð sé nefnt. Magnús T. Ólafsson TIL LESENDA Með pessu hefti lýkur fjórða árgangi Birtings, réttum fjórum árum eftir að fyrsta hefti hans í núverandi búningi kom út: í febrúar 1955. Birtingur hefur löngum barizt í bökkum fjárhagslega, og er ekki furða í sjálfu sér, því hann átti ekki önnur fararefni í byrjun en bjartsýni og góðan ásetning útgefenda og nokkurra annarra velunnara hans. Hitt er miklu meira undrunarefni, að hann skuli hafa lifað ríku lífi til þessa dags, jafnan getað staðið skil á hverjum eyri útgáfukostnaðar og flutt kaupendum ár hvert meira lestrarefni en lofað hafði verið. Birtingur mun nú vera eina menningar- ritið á Norðurlöndum — og jafnvel þó víðar væri leitað — sem styðst ekki við neitt forlag, nein stjórnmálasamtök eða sérhagsmunahópa af neinu tagi, hefur aldrei freist- azt til dekurs við ríkjandi viðhorf né látið stjórnast af lágum gróðasjónarmiðum, heldur barizt öðru fremur fyrir nýmælum í bókmenntum og listum sem hlutu að mæta takmörkuðum skilningi meðal fjöldans, fyrst í stað að minnsta kosti. Að hann hefur samt getað staðið á eigin fótum er fyrst og fremst að þakka ósíngirni og ódrepandi seiglu fjölda manna sem hafa látið honum í té efni og unnið margvísleg lýjandi störf í þágu hans endurgjaldslaust, en einnig þeim vaxandi hópi sem vill ekki vera án slíks rits: kaupendum hefur allt frá byrjun verið að fjölga hægt og hægt, þó lítið hafi verið unnið að útbreiðslu Birtings, og þeir hafa með fáum undantekningum reynzt tryggir og skilvísir í skiptum við hann. Árgjaldið 1958 er fallið í gjalddaga fyrir löngu, og hafa flestir þegar greitt það skil- víslega að vanda. En nokkrir eiga það eftir, og er þess fastlega vænzt, að þeir geri skil hið allra bráðasta. Birtingur þakkar lesendum sínum gott samstarf og óskar þeim árs og friðar. Birtingur 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.