Birtingur - 01.12.1958, Page 79

Birtingur - 01.12.1958, Page 79
Helgi Hálfdanarson: Fjögur kínversk ljóð Tu Fu: Á f 1 j ótinu Bátinn minn læt ég berast niður ána, og bládjúp heiðríkjunnar sé ég speglast í fleti vatnsins; fannhvít sumarský svífa langt niðri framhjá fölum mána; mér finnst ég sigla um himininn; mig dreymir að unnustan mín sé að spegla sig í sjálfs míns hug, sem lygn og djúpur streymir. Lí Pó: Letrið eilífa Ég er að yrkja, og útum gluggann minn sé ég að þýtur blær í bambusviði sem bylgjast einsog vatn; og hingað inn berst kliður, þegar þungu blöðin hvessa hvert annað, líkt og fossaflaumur niði í fjarska. Og er ég hripa stafi þessa á pappírsörk, er eins og fjúki blóm af aldintrjám og falli niðrí snjó. En eplablómsins angan, sem er þó svo áfeng, rýkur burt úr klæðum meyja er stundir líða, og einnig hjaðnar hrím er hækkar sól; en ég, hann Lí-Taí-Pó, er hér að sáldra um autt blað táknum þeim sem aldrei deyja.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.