Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 84

Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 84
mikið til skammar gagnvart list Svavars. Síðan hann kom heim frá Danmörku þar sem hann var meðal fremstu nútímamál- ara hefur hann verið metinn á borð við óráðna stráka eða ýmsa eldri menn sem hafa sannað getuleysi sitt óhrekjanlega á iöngum tíma en fá gustukastyrki meðan þeir vinna sig ekki upp í hærri flokka með pólitísku snatti. í opinberri afstöðu gegnvart nútímalist erum við hálfri öld a eftir tímanum. Eftirprentanir Helgafells Hvar værum við stödd ef við nytum ekki hinnar galsafengnu bjartsýni Ragn- ars í Smára. Þessi furðulegi maður linn- ir ekki að beina sprengikrafti sinnar athafnasemi að þeim grenjandi stað- reyndaskrímslum á veginum sem mörgum myndi sýnast banna alla umferð. Þarna fleygist hann í loftinu á sínum bláa jeppa frá einu listsviði til annars, hendist úr grjótburði á öræfum þar sem hann er kannski að rækta skrúðgarð við væntan- legt hvíldarheimili handa einhverjum músíkmeistara og geysist til borgarinnar til að opna málverkasýningu og þaðan upp í flugvél til að sækja fleiri músík- meistara og svo beint heim aftur til að drífa eitthvert ritsafn í prentvélarnar og spila Jóhannesarpassíuna eftir Bach fyrir rithöfundinn og sáldra korni fyrir dúfur grannans. Eftirmyndaútgáfa af málverkum er eitt af þeim verkefnum ríkisins sem Ragnar hefur nú ráðizt í með þeim árangri að í dag ætti engu heimili að vera ofviða að eignast mynd eftir helztu mál- ara okkar, og þeir sem eiga kunningja er- lendis sem þeir vilja gera sérstaklega vel við geta nú sent þeim fína eftirmynd af 82 Birtingur Kjarvalsmálverki ásamt þýðingu á skáld- sögu eftir Laxness og Njálu, gefið þeim andlcgan höfuðstól fyrir tiltölulega lítinn pening. Það er mesta undur hvað þessar myndir eru líkar frummyndunum, og þetta er þegar orðið mikið safn og fjölskrúðugt eftir nokkuð marga málara og eitthvað eftir flesta okkar fremstu málara, og margar væntanlegar enn. Þetta hlýtur að vera gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki, er þetta ekki verkefni fyrir ríkið? En þá yrði kannski valið eftir svipuðum sjónar- miðurn og þegar send er skáldskaparlist um landið á ríkisins kostnað og kynnt í skólum það smælki sem hentar til að tryggja status quo. Ofurlítið um hljómleika Ymsir hljómleikamenn .sem hafa komið hingað hafa veitt hlustendum tækifæri til að hlusta á tónlist sem hlýtur að hljóma lengi í huganum, og við sitjum þakklát norður við Dumbshaf þegar hinir tignu listamenn svífa með nútímans þjótandi farþegarakettum áfram til annarra höf- uðborga heimsins. Reykjavík er komin í keðjuna hjá sumum afburðamönnum á veraldarvísu sem reisa til að flytja list sína. Þetta er ekki sízt Ragnari Jónssyni að þakka, þó að hér séu vitanlega fleiri hugsjónamenn að verki. Æ þetta eru eintómir píanóleikarar sem eru að spila sömu étýðurnar eftir Chopin hver eftir annan hjá Tónlistarfélaginu, var verið að segja einhverntíma. Það kom þarna smáhrota af slíku. En svo koma þessir undursamlegu töframenn sem upp- ljóma allt, og við gleymum hinum smærri og ergi okkar út af því að einhverjir þeir væru innfluttir sem ekki gátu bætt neinu við reynzluna sem fæst á hljómleikum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.