Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 85

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 85
heimamanna. Galdrameistarar eins og Segovia, — — eða Juillardkvartettinn, Spivakovsky og Blöndal Bengtson. Aldrei hef ég heyrt fallegar spilaða nútíma- kammermúsik heldur en þegar þessi kvartett með franska nafninu frá Banda- ríkjunum spilaði eftir Webern, hinn snjalla arftaka Schönbergs sem uppsker ávextina svo ríkulega af byltingarstarfi kennara síns og forverja. Túlkun fjór- menninganna var svo hrein og djúp að það lá við að þeir festu áheyrandann gjör- samlega við þetta verk og mettuðu svo að hann heyrði ekki næsta verk á efnis- skránni, það var svo sterkt og fullkom- legt sem þeir fluttu eftir Webern. Það var svo mikil opinberun að heyra það. Hvernig stendur á því að við fáum svo sjaldan að heyra tónlist eftir meistara nútímans? Margir hér virðast halda að lokapúnkturinn í sköpunarsögu tónlistar- innar hafi hrapað á blöðin við það að Schumann hætti að heyra nema einn tón í höfði sínu og var lokaður inni á spítala. Síðan hafi engin tónlist orðið til. Það er eins og þurfi sérstaka forherðingu til þess að flytja tónverk eftir höfuðsnillinga ald- arinnar okkar. Varðar okkur kannski ekki um verk þeirra sem hafa vaxið upp í sama heiminum og við, mótast af samskonar veðrum og aldarfari, förum við helzt á hljómleika til að flýja okkar eigin tíma inn í hlýjuna af löngu liðnum tíma? Það er að verða ógurlega mikið til af mönnum sem eru að velta hver annars metum í tækniþróuðu músikspili þar sem keppnin er svo hörð milli virtúósanna að minnir á nautabanana á Spáni sem verða að sýna áhorfendum einhverja yfirnáttúrlega fimi i hvert sinn, annars rignir yfir þá sess- um, tómum flöskum og illyrðum og þeir eru kapútt. Ungir menn rása fram til að spila Beethoven af þeirri yfirgengilegu tæknisnilli og kaldlyndi að menn gætu haldið að herra Beethoven hafi verið far- sæll tugþrautarmeistari. Samkeppnin er orðin svo hörð í hinum ógurlega hand- verksmetingi, keppni um brillíans í tækni, áheyrendur krefjast æ meiri gerninga og galdraverks svo að það verður varla rúm íyrir músikina lengur hjá þeim sem hevja þann slag. Toppmennirnir hendast um víða veröld á stanzlausum hljómleikaferð- um og gefst naumast færi að slaka hið minnsta á eða stjaldra við því þá er ein- hver annar kominn fram fyrir. Og í hljómleikahöllum heimsins er eilíflega verið að spila sömu verkin líkt og í eins- konar heimsmeistarakeppni að leysa um- samdar þrautir. Það er alveg sérstaklega gert orð á því þegar maður eins og Joseph Szigeti tekur sig út úr og heldur hljóm- leika með eintómri tónlist eftir nútíma- höfunda. Þess gætir raunar á fleiri sviðum að ungir menn koma fram sem virðast kunna alla skapaða hluti og leika ótrúlega fim- lega erfiðustu þrau'tir. En það er eins og það sé minna um Jakobsglímuna, átökin við andann, einhverntíma hefði verið tal- að um leitina að guðdómnum. Dreymir menn um það lengur að spila Beethoven með svo djúpri túlkun að það verði fyrir- gefið þótt menn hæfi ekki alltaf rétta nótu, eins og stundum kom fyrir Edwin gamla Fischer? Er það ekki núna voða- legasta synd að tæknileg misfella heyrist? Fiðluleikarinn Spivakovsky sem lék hér nýlega stefnir í aðra átt í túlkun sinni. Tök hans virðast stundum jafnvel hrjúf en hvílík fegurð og sannleikur! En sá munur á því hvernig hann túlkaði Brahms heldur en ýmsir sem hafa verið að gera þetta yndislega tónskáld i eyrum Birtingur 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.