Birtingur - 01.12.1958, Síða 90

Birtingur - 01.12.1958, Síða 90
menningarfúsa hugina sem þrá lýsandi andríki þegar þeir taka að örvast obboð- litið af kúltíveruðum borðvínum úr suð- rænni löndum, eða þó væri þjóðlegur liá- karl og brennivín? Nei, allar ráðstafanir þeirra virðast fyrst og fremst til þess að stuðla að þeirri stífu sókn til hins al- gjöra meðvitundarleysis sem hér á landi kallast skemmtanalíf. í eina skiptið sem hefur verið brugðið út af stefnunni var leitað til Þórbergs Þórðarsonar en ekki veit ég til þess að öðru sinni hafi verið aflýst samkomu hjá þessu fólki. Málsvarar Stúdentafélags Reykjavíkur skýrðu það með því að þeim hefði nefnilega gefizt einstakt tækifæri til að fá danskt ungbarn til að svngja einhver sérstök rokklög og því hefði sam- komunni verið frestað. Barn þetta mun heita Gitte. Varla var von að þeir stæð- ust freistinguna. Og á nýjan leik var slegið upp samkomu og hætt á að hafa Þórberg aftur sem einskonar fornleif bag gitter. Þessi síungi snjalli ær- ingi er auglýstur undir feitletri gamla- tímans en barnið sem rödd nýjatímans og hver getur mótmælt? Það er dálaglegur andi í þessari hjörð þar sem ekki þýðir að bjóða upp á Þór- berg Þórðarson án þess að sækja rokk- lagagalandi krakka — ég veit ekki hvert — til að troða upp á þeim tíma sólar- hringsins sem barnaverndunarnefnd ætti reyndar að banna. Þarna ríkir kenningin um vitundar- leysið sem hið æðsta nirvana skemmtana- lífsins. Þessi félagsskapur hefur eina fjóra fimm fasta menn á öllum sínum skemmtunum sem ýmist eru að spyrja hver annan spurninga, heyja kappræður eða bera fram sameiginlega eða hver í sínu lagi þá hina ódýrustu orðaleikja- gamansemi sem aðrir hafa ekki nennt að hirða upp úr götunni og gleðja hina menntuðu samkvæmisgesti með sínu ba- böbónebú. Miðnæturskenimtun. Jón Sigurðsson var ofurlítið viður- kenndur af menntamönnum þjóðarinnar á miðnætti hinn 1. desember. Stúdentafélag Reykjavíkur stóð fyrir nettum tilburðum í þá átt. Það var hugnæmt að sjá hin uppábúnu framámannaefni vaga út úr hlýlegum skemmtilegheitum ölteitinnar og raða sér á ganghellur Austurvallar með kvennablóma sinn, búinn eftir nýj- ustu fyrirskipunum tízkuharðstjóra Par- ísar, þeirra kaldglettnu manna, — og storkandi þeim guðum sem veðri ráða með nöktum öxlum niður á hinn prúða barm þennan byrjandi desember, — — og skjálfa úr sér brennivinið góða í því skyni að varða þann veg sem forseti vor skyldi ganga með fríða sveit manna með- ferðis. Og þar gekk hann að styttu þjóð- hetjunnar og flutti langa ræðu yfir hinum köldu og fögru kvenlíkömum sem titruðu umhverfis í nafni ættjarðarástarinnar en ,allt kringum völlinn stóð flírandi ís- sjoppulýður og heyrði forseta vorn þakka Dönum drenglyndi. Ekki var vanþakkandi þennan gleðskaparauka því kvöldin í mið- bænum eru hvert öðru lík. Yfir athöfn- inni var himnesk náð og mildi eins og sér af því að ekki voru hinir tignu gestir Austurvallar fyrr horfnir inn í hús sitt aftur en hrikaleg regnskúr steyptist yfir spanskgræna styttuna af Jóni Sigurðs- syni sem stóð einn á stalli sínum eftir. 88 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.