Birtingur - 01.12.1958, Side 97

Birtingur - 01.12.1958, Side 97
Veröld sem rar — endurminningar Stefans Zweigs — er ef til vill ágætust allra rita hins austurríska snillings, sem mörgum Islendingum er að góðu kunnur af ævi- sögum Magellans, Maríu Stúart og Maríu Antoin- ettu, er allar hafa komið út á íslenzku. Veröld sem var er stjórnmála- og menningarsaga Evrópu um hálfrar aldar skeið, skrifuð af andlegu stórmenni, er fann flestum meira til í stormum sinnar tíðar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Febrúarbók AB: Sögur af himnaföður eftir Rainer Maria Rilke Rainer Maria Rilke er fæddur í Prag árið 1875 og ólst þar upp. Hann sendi frá sér ljóðabækur þegar á ungum aldri, og sögur þær, sem hér birtast í ís- lenzkri þýðingu Hannesar Péturssonar ritaði hann 25 ára gamall. Þær veita góða innsýn í hugmynda- heim hans á þeim tíma og eru í nánum tengslum við ljóðagerð hans, sem aflað hefur honum mestrar frægðar. — Rilke var búsettur í París 1902—1914 og um tíma einkaritari myndhöggvarans Rodins. Eftir 1919 var Rilke búsettur í Sviss, og þar orti hann 1922 Sonnette an Orpheus og Duineser Ele- gien, og þykja þessi tvö verk hátindurinn í list hans. Rilke lézt árið 1926 og er gröf hans hjá lítilli fjalla- kirkju skammt frá bústað hans í Sviss Almenna bókafélagið.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.