Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 12
aldri var bÍóðið heitt, og fyrir þá sök
báru margir ólæknandi hjartasár alla ævi.
En það var bezt að vera ekki að hugsa
um þetta núna, — og Margrét fór aftur
að raula:
Stúlkurnar ganga
sunnan með sjó----
Þetta vakti engar daprar minningar, —
og rokkhjólið hélt áfram að snúast og
snældan fylltist jafnt og þétt.
Margrét gamla hafði nýlokið spunan-
um fyrir Katrínu i Austurey, þegar falleg-
um vagni var ekið í hlaðið. Katrín í Aust-
urey steig fyrst út úr vagninum, en á
hæla henni kom ríkulega klædd kona, sem
Margrét kom ekki fyrir sig í fyrstu. Það
var ekki fyrr en hún stóð í dyrunum og
rétti Margréti höndina, að gamla konan
bar kennsl á gestinn.
Var hún farin að sjá sýnir um hábjart-
an dag? Eða gat það hugsast, að það
væri sjálf óðalsbóndafrúin í Engidal, sem
stóð brosandi andspænis henni og fór
mörgum lofsamlegum orðum um vinnu
hennar, sem nú á hernámsárunum var
orðin eftirsótt á ný? —
Jú, það var ekki um að villast, — og
nú opnaði ökumaðurinn dyrnar og kom
inn með troðinn ullarpoka undir hendinni.
Já, þær komu sem sé í þeim erinda-
gerðum að biðja Margréti að spinna ull-
arkorn fyrir frúna í Engidal. ,,Ég tók að
mér að gerast milligöngumaður“, sagði
Katrín í Austurey. Jú, það vildi Margrét
gjarnan gera, bara ef frúnni lægi ekki
mjög mikið á bandinu — hún mundi
varla verða búin að spinna alla þessa ull
fyrr en undir jól.
Margrét gamla var óstyrk og skjálf-
rödduð, en frúin brosti uppörvandi, klapp-
aði henni á öxlina og sagði, að sér væri
feykinóg að fá bandið um jól.
Síðan fór hún að litast um í stofunni.
— Nei, nei, frúin mátti alls ekki skoða
dótið hennar gaumgæfilega. Það var allt
löðrandi í ryki! Og ekki heldur myndirn-
ar! — Þetta var ekki annað en gamalt
skran allt saman! En frúin gekk samt að
kommóðunni, þar sem myndimar hennar
stóðu, — líka myndin af Lísu!
Margrét gamla ætlaði að grípa í hand-
legg frúarinnar og koma þannig í veg
fyrir, að hún tæki myndina, en hún lét
höndina síga á fiý. Frúin tók myndina
upp og virti hana fyrir sér, en sagði ekki
orð.
Þetta gerðist allt í einni svipan og síð-
an kvöddu konurnar og fóru. En frúin
í Engidal sneri sér við í dyrunum og sagði:
,,Ég ætla að koma einhvern daginn og
sjá, hvernig gengur!“------
Frúin í Engidal ætlaði að koma aftur.
— Tilhugsunin ein setti að Margréti kvíða.
Ef hún kæmi ein síns liðs, yrði erfitt að
komast hjá því að minnast á Lísu, þó að
þær hefðu leitt það hjá sér í þetta skipti,
— og það svíður alltaf í gömlum sárum,
þegar þau eru ýfð upp á nýjan leik. Frú-
in hélt sér annars furðuvel. — Hún var
ennþá jafnteinrétt og forðum, — og Pét-
ur var líkur henni! Æ-já, hún mundi það
eins og það hefði skeð í gær, þegar hann
fylgdi Lísu heim, af því að hún hafði dott-
ið af hjólinu. Það var í fyrsta skipti, sem
hann kom, — en ekki það síðasta.
Þau hjónin höfðu oft rætt um þetta sín
á milli, og þau höfðu líka varað Lísu við
— því að samdráttur þeirra Péturs vakti
hálfgerðan ugg hjá þeim, þó að hann hlýj-
aði þeim líka um hjartaræturnar, þrátt
fyrir allt.
Mestan hluta sumarsins fór þessu fram,
en þá áræddi Pétur loks að fara með
Lísu í heimsókn til foreldra sinna, — og
þá dundi ógæfan yfir.
Já, hún yrði seint svo gömul, að hún
gleymdi, hvernig þeim leið, Kristni og
henni, daginn, sem óðalsbóndinn og kona
hans komu og álösuðu þeim með reiði-
12 HÚSFREYJAN