Húsfreyjan - 01.12.1954, Síða 16

Húsfreyjan - 01.12.1954, Síða 16
Aðalbjörg Siguröardóttir: Barnið, sem ekki þroskaðist Nýlega er komin út lítil, merkileg bók, sem ég held að eigi erindi til allra for- eldra. Hún er gefin út af Barnaverndar- félagi Reykjavíkur, heitir: „Barnið, sem ekki þroskaðist“, er eftir Pearl Buck, en þýdd af séra Jóni Auðuns, dr. Matthíasi Jónassyni og dr. Símoni J. Ágústs- syni. Ekki er þetta skáldsaga, þó skáld segi frá, heldur sönn saga um barn skáldkon- unnar, sem var vangefið og náði aldrei eðlilegum andlegum þroska. Er þetta raunasaga fjölda mæðra, sem líkt stend- ur á fyrir, skrifuð með hjartablóði einnar þeirra og hlýtur því að renna til hjarta hverrar óspilltrar manneskju, sem bók- ina les. Lögð er mikil áherzzla á, að sýna fram á, að það bezta og kærleiksríkasta, sem hægt er að gera fyrir börn, slíkt og þetta, er að koma þeim á stofnun við þeirra hæfi og í umhverfi, sem miðað er við þroska þessara barna, sem aldrei geta átt samleið með venjulega gefnum börn- um. Um árabil snerust hugsanir og starf Pearl Buck að mestu um harmkvælabarn- ið hennar og hvemig líf þess yrði gert þolanlegt. Líklega hefur sú þjáning orðið henni vígsla til þess að flytja mannkyn- inu þann boðskap samúðar og skilnings, sem skáldsögur hennar eru þrungnar af. Mikill hluti tekna hennar hafa gengið til þess að koma upp fyrirmyndarheimili fyr- ir vangefin böm, þar sem fylgst er með og teknar upp allar nýungar, sem létt geta lífið eða veitt börnunum aukinn þroska. Hin þunga raun Pearl Buck og litlu stúlkunnar hennar hefur orðið og verður til blessunar fyrir mörg önnur böm og mæður, sem líkt stendur á fyrir. En þessi litla bók á erindi til fleiri en þeirra, sem eiga vangefin börn eða fávita. Hún er lærdómsrík fyrir alla foreldra, sem hættir við að gera meiri kröfur til bama sinna en andlegur þroski þeirra leyfir, og þeir foreldrar eru margir. Enginn faðir eða móðir getur átt víst að eignast ein- tóm gáfuð börn, og á heldur enga heimt- ingu á því. Börnin eru sérstakar lífverur, einstaklingar, sem eru eins frábrugðin hvert öðru og þau eru mörg. Andlegt þroskastig tveggja barna er aldrei ná- kvæmlega hið sama og því aldrei hægt að leggja á þau sama mælikvarða. En hvert einasta barn hefur rétt til þess, að því sé hjálpað til þroska, þar sem það er, en ekki reynt að búa til úr því eitthvað, sem foreldrarnir þrá að þau verði. Á þetta við öll börn, ekki bara þau, sem van- gefin eru talin. Bók Pearl Buck veitir mikla innsýn í þær hörmungar barnssál- arinnar, að finna til sín gerðar kröfur, sem engin geta er til að uppfylla. 16 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.