Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 4

Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 4
Forsetahjónin, börn þeirra og tengdabörn andi málefni, sem einkum snerta hugðar- efni kvenna. Aðalíbúðarhúsið að Bessastöðum er réttra tvö hundruð ára, var reist á árun- um 1760—65, fyrir atbeina Magnúsar amtmanns Gíslasonar, sem fyrstur ís- lenzkra manna gegndi amtmannsembætti hérlendis. Sem að líkum lætur hefur hús- ið verið endurbætt og stækkað á þessum öldum, þó að meginsvipur sé enn sá sami hið ytra. Anddyri og kvistir voru ekki á hinni fyrstu gerð hússins. Þegar inn er gengið um aðaldyr, verð- ur fyrst fyrir anddyri og snyrtiherbergi þar til hliðar, en inn af því er vistlegur skáli, þar sem setbekkur er í stigakrók og borð fyrir framan, en til hliðar gömul kista og stór spegill yfir. Undir speglin- um hangir útsaumuð mynd, saumuð eftir gamalli mynd á Þjóðminjasafninu. Til vinstri úr skálanum er skrifstofa forseta. Þar eru veggir að mestu þaktir bókum, en einnig eru þar margir góðir gripir til skrauts og skemmtunar, fornir og nýir. I skrifstofunni er tekin mynd sú af for- setahjónunum, börnum þeirra og tengda- börnum, sem fylgir þessari grein. Þá eru úr skálanum dyr að borðstofu og til hægri er gengið í dagstofu. Þar dregst athyglin einkum að tvennu: háu, gömlu dragkistunni við borðstofudyrnar og hinum fögru málverkum, sem eru á veggjunum. Þarna er m. a. myndin Sum- arnótt eftir Jón Stefánsson og vatnslita- mynd úr Hornafirði eftir Ásgrím Jónsson. Innar af dagstofu er blómaskáli, sem teng- ir gamla húsið og móttökusal þann, sem byggður var við húsið, er það var gert að bústað þjóðhöfðingjans. „Hingað nið- ur í blómaskálann fer ég oft á morgnana," 4 HÚSFRBYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.