Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 18

Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 18
Annar möguleiki er sá, ef fláinn er mik- ill, að klæða svæðið með runnagróðri (t. d. margstofna fjallafuru) eða útbúa þar steinbeð sem tengilið á milli grasflat- anna. Bygging grjótstalla hefur vissulega aukinn kostnað í för með sér, miðað við grasstalla, en til lengdar verða þeir ódýr- ari en þeir síðarnefndu, auk þess sem lóðarrýmið nýtist betur (sjá mynd 1) .Það sakar ekkert þótt grasflatir eða beð séu ekki alveg lárétt, ef aðeins hallinn er jafn. Garðurinn heldur sínu gildi fyrir það. Þó er í flestum tilfellum hagkvæmast, þar sem hallar strax mjög frá húsi, að mynda nokkurt lárétt svæði næst húsinu. Breidd þess svæðis þarf að vera frá 4—6 m, sé húsið ekki því stærra. Að hafa örmjóan sem lögun þeirra er háttað. Tröppur, sem skaga fram fyrir stalla, eru til óprýðis, þótt þær að öðru leyti kunni að vera vel gerðar. Bezt er að gera tröppur úr svip- uðu efni og grjótstallarnir eru hafðir. Gangstígar. Merkt er fyrir gangstígum, þegar búið er að jafna til á lóðinni. Gerð og tilhögun gangstíga fer nokkuð eftir stærð lóðarinnar, og eftir því, hversu mik- ið reiknað er með að verið sé í garðinum. Áður fyrr var algengt að kljúfa garða á flesta vegu með stígum, er voru malar- bomir. Nú á tímum er stefnt meira að því að hafa sem minnst af stígum, eða aðeins þar sem brýn nauðsyn krefur vegna mikillar umferðar, og er þá algeng- ast að helluleggja þá eða steypa. Á öðr- Mynd 1. Þar sem landi hallar frá húsi, getur verið nauðsynlegt að byggja stalla. Breiddin á lárétta svæðinu þarf helzt að vera 4—6 m. Stalla má hlaða úr grjóti og nota fyrir stein- beðsplöntur. Meðfram stöllum má hafa lágt limgerði úr ýmsum runnum. bekk eða ræmu, eins og sums staðar tíðk- ast, er ósmekklegt og stingur um of í stúf, bæði við húsið og umhverfið, og gerir við- haldið erfitt. Þar sem grasstallar eru hafð- ir, ætti að gera brúnir þeirra sem mest ávalar, og fláann mikinn, svo að greiðfært sé að slá þá með vél. Tröppur eru nauð- synlegar til að yfirvinna hæð, þar sem þannig hagar til. Tröppur þurfa að vera þægilegar til göngu, en eru það sjaldnast vegna rangra hlutfalla á upp- og innstigi. Þrep ættu aldrei að vera hærri en 16—17 sm, og heppilegust hæð þeirra er 12—13 sm. Þarf þá innstigið að vera um 40 sm. Gott er að hafa smá-fall á innstiginu. — Tröppur á að leggja inn í fláann, hvernig um stöðum í garðinum, þar sem takmark- aðrar umferðar má vænta, en þó of mik- illar fyrir slitþol grassvarðarins, má hafa svo kallaðar stiklur í stað stíga. Stiklur eru hellur, er geta verið margvíslegar að gerð og lögun, sem lagðar eru í grassvörð- inn með hæfilegri skreflengd milli mið- punkta. Slíkar gangbrautir eru mjög lítið áberandi, virka t. d. ekki þannig, að gras- fletir skerist í sundur; torvelda heldur ekki slátt, séu þær greyptar í rétta dýpt, eða þannig, að yfirborð þeirra liggi um 1—2 sm lægra en svæðið í kring. Er þá auðvelt að renna sláttuvél yfir þær. Þurfi á reglulegum gangstígum að Frh. á bls. 30. 18 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.