Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 28
heftiplástri að ofan og neðan, ef límið
losnar.
Fljótandi lyf eru oft gefin í teskeiða-,
barna- eða matskeiðatali, og stendur á
glasinu, hve mikið á að gefa. En þar sem
skeiðar eru misstórar, er betra að nota
merkt lyfjastaup (fást í lyfjabúðum).
Þegar hellt er í staupið, þarf, til þess að
skammturinn verði réttur, að halda því
í hæð við augað, hvorki hærra eða lægra.
Glös lyfja, sem gefin eru inn í dropa-
tali, eru ýmist með vör, eða þeim fylgir
dropastafur; er hann látinn ofan í glasið,
upp að beygjunni, og renna droparnir þá
eftir honum, einn og einn, þegar glasinu
er hallað. Látið vatnslögg í botninn á
staupinu, teljið með nákvæmni. — Hægt
er að nota eldspýtu sem dropastaf, ef
brennisteinninn er fjarlægður, spýtan
brotin nokkru ofar miðju og vætt með
vatni.
Aður var sagt, að lyf ætti að gefa á
réttum tíma. Sum þeirra þarf að taka inn
fyrir máltíðir (lyf sem mynda sýrur), en
önnur með máltíðum (járnlyf); laxerolía
og parafin er venjulega gefið að morgn-
inum, hægðarpillur að kvöldinu. Svefn-
lyf eru gefin ca. % klst. áður en lagzt er
til svefns. Lyf, sem taka á inn þrisvar á
dag, eru gefin að morgni, miðdegi og
kvöldi, með aðalmáltíðum, eða skömmu
eftir máltíð.
Oftast er nóg vatn gefið á eftir lyfj-
unum, svo framarlega sem sjúklingurinn
má drekka að vild. Pillur eru látnar á
tungubroddinn og þeim skolað niður.
Þó getur þurft að mylja eða leysa upp
lyf í föstu formi, og stundum er bezt að
gefa börnum lyf uppleyst í ofurlitlum
mat.
Ef stendur á meðalaglasinu, að lyfið eigi
að hristast upp, er því hvolft nokkrum
sinnum og haldið yfir tappann á meðan.
Sé glasið hrist upp og niður, myndast
froða, sem veldur því að erfitt er að mæla
réttan skammt. Haldið miðanum inn í
lófann, þegar lyfinu er hellt úr glasinu.
Ef meðalið rennur yfir miðann, getur
hann orðið ólæsilegur, en er auk þess
sóðalegt.
Laxerolíu er auðvelt að taka inn, ef
skammtinum er hellt gætilega í miðjuna
á vatnsglasi, sem í er öl, saftblanda eða
sítrónusafi og skolað niður í snatri.
Þegar hylki eru gleypt (t. d. auromy-
cin) leysast þau upp í maga og þörmum,
en lyfið sogast inn í líffærakerfið.
Lyfjabúr heimilanna
Nauðsynlegt má telja að eiga nokkrar
byrgðir lyfja og hjúkrunargagna í heima-
húsum, einkum þar sem búið er langt frá
lækni eða lyfjabúð. Hið helzta skal nú
talið upp:
1) Innvortislyf: Lyf frá lækni, og auk
þess askja með verkjatöflum, s. s.
asperín, magnyl eða caca. E. t. v.
hægðalyf.
2) Utvortis: Sprittglas, joðáburður,
vaselín, sinkpasta, talkum.
3) Umbúðir og hjúkrunargögn: Hita-
mælir, flísatöng, skæri, lyfjastaup,
dropastafur, lásnælur, dreypipípa
og e. t. v. augnaglas, 2—3 misstór
grisjubindi, 2 stk. sótthreinsuð
grisja, 1 pk. hvít bómull, 1 pk. gul
bómull, heftiplástur, hreinar lérefts-
rýjur og bókin „Hjálp í viðlögum11.
Lyfin er bezt að geyma í lyfjaskáp, sem
geymdur er í svefnherberginu og hangir
svo hátt, að börn ná ekki upp í hann.
Líka má notast við sérhillu í læstum
skáp.
Afganga af lyfjum, sem látin hafa verið
í vissum sjúkdómstilfellum er bezt að
fleygja í vask eða salerni, svo enginn fari
sér að voða á þeim. Annars er mjög mis-
jafnt, hve vel lyfin þola geymslu, og í
vafatilfellum má spyrja lækni eða lyfja-
fræðing um það, standi það ekki utan á
glasinu. Það kemur vonandi ekki fyrir
neina húsmóður, að hún gefi litlu systur
kvefmixtúru, sem amma gamla fékk við
langvarandi broncitis.
Afturbati sjúklinga
Þegar læknir hefur leyft sjúkling fóta-
28
HÚSFREYJAN