Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 36
eins og freyðandi brimrót. Hún minntist
hinna nöturlegu haustdaga, þegar Bent
hætti að elska hana, þegar hann sveik
hana og giftist annarri, en skildi hana
eftir yfirgefna og örvílnaða, svo að hún í
glapræði giftist Tom.
★
„Hvernig stendur á, að ungfrú Sören-
sen kemur ekki?“ sagði Tom. Hann var
staðinn upp og gekk órólegur um gólf.
,,Ég verð að reyna að finna hjúkrunar-
konuna. Kannski hún hafi gleymt þér.“
Elísa ætlaði að andmæla, en hún hafði
ekki þrótt til að koma orðunum yfir var-
irnar. Hún hnipraði sig aðeins saman í
stólnum, þjáð af hinum sáru þrautum og
endurminningunum. Einu sinni hafði það
verið hún, sem Bent kallaði ,,sætuna“
sína. ,,Halló,“ heyrði hún Bent kalla i
símann, ,,halló, ertu farin, sæta? Gott
og vel.“ Hann hló hátt. „Já, en ef þú vilt
bíða andartak, þá skal ég segja þér alveg
nákvæmlega, hvenær ég get komið. Bíddu
bara tvær sekúndur."
Elísa tók eitt af myndablöðunum, sem
lágu fyrir framan hana á litlu borði og
faldi sig bak við það, þegar Bent kom
fram úr skrifstofunni og gekk fram gang-
inn. Hjarta hennar hætti næstum því að
slá, þegar hún horfði á eftir honum tár-
votum augum. Bent var klæddur i kjól og
hvítt, með ljósrauða nellíku í hnappagat-
inu og drifhvitan silkihálsklút, sem hann
hafði kastað spjátrungslega aftur yfir aðra
öxlina. Ungur, áhyggjulaus, bjarthærður
spjárungur, reiðubúinn til að heilsa nýju
ári með kampavínsflösku við aðra hönd
sér og ,,sætuna“ sína við hina.
,,Ungfrú.“ Bent og Tom kölluðu næst-
um því samtímis á hjúkrunarkonuna.
„Kemur ungfrú Sörensen ekki fljótlega?
Konan mín er mjög slöpp,“ sagði Tom.
„Er konan mín ekki búin að fæða?“
sagði Bent. Hjúkrunarkonan svaraði hon-
um fyrst.
„Herra Bang, þér verðið að hafa þolin-
mæði. Konan yðar er enn í fæðingarstof-
unni. Þetta getur dregizt enn í klukku-
tíma, kannski tvo eða þrjá tíma.“ Síðan
sneri hún sér að Tom. „Herra Nohr, ung-
frú Sörensen kemur eftir andartak."
Elísa vissi, að það var rangt, en hún
gat ekki stillt sig um að bera saman þessa
tvo menn, sem stóðu í gangdyrunum og
sneru báðir baki að henni. Menn frá
tveimur ólíkum heimum. Bent til vinstri,
glæsilegur, beinvaxinn, öruggur, geislandi
af æskuþrótti, veizlugleði og áhyggjuleysi,
maður frá heimi glæsilegrar velmegunar
og vinsælda. Til hægri var Tom, stirðleg-
ur, lotinn og þeldökkur, klæddur brún-
um og snjáðum vélamannabúningi, með
hlífðargleraugu hangandi í bandi um háls-
inn. Þetta var maður frá hinum gráa
hversdagsleika, maður, sem varð að leggja
hart að sér, benzínaígreiðslumaður, bund-
inn við kvíða og hvers kyns daglegar
áhyggjur.
„Ég lofaði konunni minni, að ég skyldi
bíða,“ sagði Bent og brosti til hjúkrunar-
konunnar einu af sínum ljómandi bros-
um, „en ég get þó líklega ekki setið hérna
alla nóttina.“
„Nei, farið þér bara heim, herra Bang.
Þér getið komið seinna. Þér getið hringt
fyrst, er það ekki? Þér getið hringt í sí-
fellu, ef þér viljið.“
„Þakka yður fyrir.“
Tom gekk aftur til Elísu, en hún hlust-
aði ekki á, hvað hann sagði við hana. Hún
sat álút og horfði niður á hendur sínar
og hlustaði spennt á málróm Bents við
símann inni í skrifstofunni.
„Halló, sæta, allt í lagi. Nú kem ég. En
ég verð neyddur til að stinga af að
minnsta kosti klukkutíma einhvern tíma
í kvöld eða nótt.“
„Svona, nú kemur ungfrú Sörensen,“
sagði Tom léttilega. Elísa heyrði ekki til
hans enn og hún tók heldur ekki eftir
hávöxnu, einkennisklæddu ljósmóðurinni,
sem rétt í þessu kom inn í biðstofuna.
Hún starði aðeins á eftir Bent, sem nú
var að hverfa frammi í löngum gangi
sjúkrahússins, raulandi, glaður og eftir-
væntingarfullur. Og hún heyrði hann kalla
til hjúkrunarkonunnar: „Sæl á meðan
og gleðilegt nýár.“ Frh. í næsta blaði.
36
HÚSFREYJAN