Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 11

Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 11
heimilisráðunauts K.í. og garðyrkjuráðunauts B.í. og að ráðunautum verði fjölgað í þessum greinum báðum og verði eftirleiðis 4 í hvorri grein. Er í erindi Kvenfélagasamb. gert ráð fyrir, að einn ráðunautur í hvorri grein verði starfandi í hverjum landsfjórðungi. Tvö viðhorf koma einkum til greina í þessu sambandi: Það fyrra er það, sem Kvenfélagasamb. leggur til og verði þá fjórðungsráðunautarn- ir launaðir eins og héraðsráðunautarnir, að hálfu af viðkomandi héruðum eftir samkomu- lagi þeirra á milli. Hin leiðin er sú, að að- eins séu landsráðunautar er hafi verkaskipt- ingu sín á milli og verði þá eingöngu launað- ir af ríkinu. í fyrra tilfellinu yrðu ráðunautarnir í meiri snertingu við fólkið, sem þeir eiga að þjóna, en i síðara tilfellinu væri hægt að koma við meiri sérhæfingu í starfi. T. d. gætu hús- mæðraráðunautarnir verið sérhæfðir í mat- reiðslu, saumaskap eða garðyrkju. Og garð- yrkjuráðunautarnir aftur sérhæfðir við gróð- urhúsarækt og almenna garðrækt. Gera þarf upp á milli þessara tveggja sjón- armiða og athuga hvernig fjár verður helzt aflað til starfsins“. í nefnd Búnaðarfélags fslands voru kosnir þeir Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðar- felli, Gísli Kristjánsson, ritstjóri, Reykjavík, og Óii Valur Hansson, garðyrkjuráðunautur, Reykjavik. Þetta mál mun verða aðalmál formanna- fundarins, sem haldinn verður 15.—16. júní nk. og eru það þvi vinsamleg tilmæli okkar, að allir sambandsformenn reyni að hafa myndað sér skoðun um það, og kynnt sér af- stöðu til þess, hver innan sins sambands eftir því sem unnt er. Sérstaklega viljum við óska þess, að málið v.erði rætt á fundum sambandanna í vor, og að þau sambönd, sem ekki halda fundi fyrir formannafundinn, hafi haldið stjórnarfund eða annan fulltrúafund og rætt málið þar. Síðasta landsþing K. í. gerði mjög ákveðna tillögu til stjórnarinnar um það, að vinna að því að sambandið fái sem allra fyrst 4 heim- ilisráðunauta og hefur þetta verið tekið upp í umræðum við B. í. og er farið inn á það í greinargerðinni frá búnaðarþingi. Stjórn K. í. gerði ásamt nefnd þeirri, sem kosin var á landsþingi K. eftirfarandi álykt- un: „Akveðið var, að stjórn K. f. skrifaði hér- ‘ aðssamböndunum um málið, og óskaði eftir upplýsingum. ábendingum og tillögum um það hvort hægt sé heima í héruðum, að hafa ráðu- nauta fyrir tiltekin svæði“. Þetta felur m.a. í sér eftirfarandi spurn- ingar: 1. Hvaða möguleikar eru á því, að bera heima í héruðunum kostnað vegna héraðs- ráðunauta, sem störfuðu á vegum kvenna- samtakanna ? 2. Hvernig ætti að hugsa sér skiptingu landsins í „ráðunautasvæði" ? Margt fleira kemur að sjálfsögðu til greina, þegar farið verður að ræða þessi mál heima í samböndunum, m.a. náið samstarf kven- fkélagasambanda og búnaðarsambanda hér- aðanna, hvort sem um er að ræða heimilis- ráðunauta eða garðyrkjuráðunauta. Það er mjög nauðsynlegt, að þegar í byrj- un formannafundarins, sér fyrir hendi mikill skilningur á þessum málum, þannig að mögu- leikar séu á því að afgreiða um þau vel rök- studdar ályktanir til hinnar sameiginlegu nefndar Kvenfélagasambands íslands og Bún- aðarfélags íslands. Þar sem það hefur frá upphafi verið aðal- stefnumál Kvenfélagasambands íslands, að auka ráðunautastarfsemina í landinu, vænt- um við þess að konur bregðist vel við og leggi fram skýrar tillögur og álit sitt um framkvæmd málsins. Bréf þetta skýrir sig sjálft svo langt sem það nær, og það hefur inni að halda þær ábendingar, sem búnaðar- þing gaf um það, hvemig helzt væri að vinna áfram að málinu. Stjórn Kvenfélagasambands Islands óskar þess, að allar konur í öllum kven- félögum landsins, kynni sér þetta mál, og leggi gott til. Ef til vill stöndum við andspænis því að geta, innan mjög langs tíma, fullnægt fræðsluþörf og fræðslulöngun kvenna á þeim sviðum, sem hér er rætt um, svo að hér er mik- ið í húfi. Kvenfélagasamband Islands hefur nú starfandi einn ráðunaut, sem er laun- aður af ríkinu, og fjárhagur sambands- ins leyfir ekki, að svo stöddu, fleiri ráðunauta. Héraðssamböndin eru fé- lítil — rétt að þau komast af — og samtök vor eiga enga sjóði eða tekju- Frh. á bls. 32. HÚSFREYJAN 11

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.