Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 19

Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 19
Manneldisþáttur Gerbakstur NÝBAKAÐ brauð og kökur, sem lyft hef- ur verið með geri, er mjög ljúffengt, og mun hollara en bakstur, sem lyftiduft hefur verið notað í, þar eð gerið er B- fjörefnagjafi. Um gerbakstur gilda sömu reglur og um annan bakstur, að nákvæmni þarf að viðhafa, eigi árangur að verða góður. I gerdeig höfum við ætíð mjöl, vökva og ger. Auk þess er oftast í það bætt feiti, sykri, eggjum og ýmsu kryddi. Auðveldast er að baka úr hveiti, sem er auðugt af ,,gluten“, því efni, sem við hnoðun gerir deigið seigt og fjaðurmagn- að. Einnig má nota rúgmjöl og heilhveiti, en þessar mjöltegundir eru ,,gluten“- minni og því blandar maður oftast hveiti í þær. Sem vökva má nota nýmjólk, undan- rennu, súrmjólk eða áfir. Stundum er not- að vatn, eða blanda af vatni og mjólk, og einnig má nota sódavatn. Vökvinn er ýmist hafður kaldur eða volgur (37° C). Sé notaður kaldur vökvi, er talað um kalda lyftingu. Er þá deigið látið lyfta sér á köldum stað yfir nótt (10—12 klst.) Sé notaður volgur vökvi, er talað um heita lyftingu. Þá er deigið látið lyfta sér á volgum stað í V2—1 klst. og ýmist bak- að, þegar það hefur tvöfaldazt að stærð, eða hnoðað aftur og síðan látið lyfta sér á plötu eða í móti. Þess skal gætt að hafa ekki vökvann of heitan, því þá eyðileggjast hinir örsmáu gersveppir, sem eru í gerinu og valda gerjuninni. Brauðið verður þá þungt og klesst. Þess skal einnig gætt að láta ekki deig- ið gerja of lengi. Fellur það þá aftur sam- an, af því að gersveppirnir hafa þá fram- leitt það mikið kolsýruloft (það er kol- sýran, sem lyftir deiginu), að þeir geta ekki þrifizt sjálfir. Það er til að endur- nýja loftið í deiginu, að það er tvíhnoðað. Ýmist er notað pressuger eða perluger (þurrger). Gott pressuger er samloðandi og rakt. Pressuger fæst hjá Áfengisverzl- un ríkisins í 1 kg pökkum (verð kr. 18.80). Það er bezt nýtt, en hægt er að geyma það í isskáp í 2—3 vikur, jafnvel lengur, í loftþéttum umbúðum, t. d. í plastpoka. En þegar það eldist, er hyggi- legra að nota meira af því. Eins má geyma það frosið, en þá verður að nota það strax og það þiðnar. Perluger fæst einnig hjá Áfengisverzl- uninni og í verzlun Náttúrulækningafé- lags Islands í Reykjavík og mörg kven- félög út um land hafa útvegað félagskon- um það. Perluger má geyma mánuðum saman í loftþéttum ílátum á þurrum stað. Ætla skal um 50 g af pressugeri í 1 kg af hveiti (1 tsk. þurrger jafngildir 10 g af pressugeri). Sé notað rúgmjöl eða heil- hveiti, er germagnið aukið, og einnig, sé mikið borið í deigið. Bezt er að hræra gerið út í örlitlu, volgu vatni, áður en það er notað. En nýtt pressuger má mylja beint út í rnjölið. Áður fyrr var gerið hrært út með sykri eða salti, en seinni tíma rannsóknir hafa leitt í ljós, að sú aðferð er heldur hörku- leg við gersveppina. I matbrauð er ekki nauðsynlegt að hafa neina feiti. Hins vegar eykur feitin nær- ingargildi brauðsins og eykur geymsluþol þess. Sé ekki notað nema 75 g smjörlíki í V2 kg af mjöli, er bezt að bræða það í vökvanum, sem notaður er. Annars er það mulið í mjölið. Gerdeig með heitri lyftingu á að búa til á hlýjum, dragsúglausum stað. Sé mik- ið borið í deigið verður að gæta þess, að láta það ekki lyfta sér við of mikinn hita. Bezt er að láta deigið lyfta sér við gufu, en þess skal gætt, að byrgja deigið með- an það lyftir sér, svo að ekki myndist skorpa á deiginu. HÚSFREYJAN 19

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.