Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 34

Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 34
SILFURSTJARNAN Eftir Erling Paulsen „TOM,“ sagði Elísa hljóðlega, ,,ég held, að stundin sé komin.“ Hún settist upp í rúminu og stundi. Svo kveikti hún loft- Ijósið. Tom svaraði henni ekki. Hann svaf mjög fast og andaði djúpt og rólega, eins og stórt, þunglamalegt dýr í fullkominni hvíld. Þannig var hann, hvað sem hann gerði, hvort heldur hann svaf, borðaði, talaði eða elskaði, þá var það aldrei nein hálfvelgja. Hann gerði það allt af lífi og sál. „Vaknaðu, Tom.“ Hún sté fram úr rúminu, stóð andartak framan við spegil- inn og þrýsti höndunum að mjöðmum sér í kvalaköstunum. „Já,“ hugsaði hún og athugaði fölt og hræðslulegt andlit sitt í speglinum, „það er áreiðanlega kominn tími til að komast af stað.“ Hún renndi greiðu gegnum skollitt hárið og leit á armbandsúrið sitt. Klukkan var 21. Oti fyrir glugganum þaut gamlaársflugeldur hátt í loft upp og rauf snögglega myrkrið um leið og hann sprakk með bláu, rauðu og hvítu leiftri. Árið 1959 var ekki langt undan. ,,Tom.“ Hún gekk yfir gólfið og stað- næmdist við rúmið. Svo ýtti hún blíðlega við honum og laut niður að honum. „Við verðum að komast af stað, Tom,“ hvísl- aði hún. „Þú verður að fylgja mér á fæð- ingardeildina.“ Hann lyfti augnalokunum ofurlítið, svo að það hvíta í augunum kom í ljós. „Fæðingardeildina,“ tautaði hann hálf- sofandi. Svo lyfti hann höfðinu og var í einu vetfangi glaðvaknaður. „Hvað er þetta?“ Á fæðingardeildina núna?“ Hún kinnkaði þegjandi kolli. Um leið var hann kominn fram úr rúminu og lagði hand- legginn blíðlega um mitti hennar. „Finn- urðu mikið til, Elísa?“ spurði hann með hluttekningu. „Dálítið," sagði hún og reyndi að harka af sér þrautirnar. Hún tíndi saman fötin sín og gekk svo inn í stofuna til þess að klæða sig. Á stofuborðinu stóð flaska með kirsuberjavíni og tvö lítil, nýfægð glös hjá. Þau höfðu ætlað að skála fyrir nýja árinu klukkan 24, áður en Tom færi í vinnuna. En nú yrði hann einn um það að drekka skál nýja ársins. „Ég má til að raka mig,“ sagði Tom og hljóp fram í eldhúsið. „Eigum við að taka sporvagn eða fara á mótorhjólinu?“ Hún kaus heldur hið kalda hliðarsæti á mótorhjólinu en hálftíma akstur í spor- vagni troðfullum af fólki. „Já, af því að við fáum víst engan leigubíl," kallaði hann, „á kvöldi eins og þessu, gamlaárs- kvöldi.“ Hún hélt áfram að klæða sig, þögul og hnuggin. Lífið var henni ekki það, sem hana hafði dreymt um. Hún hugsaði til hinnar köldu og óþægilegu hliðarkörfu á mótorhjólinu. Henni varð líka hugsað til dimmu bakhúsherbergjanna, sem voru heimilið hennar: tvær þröngar smákomp- ur og ljótt og óhaganlegt eldhús og náð- húsið úti. Aldrei sólskin í íbúðinni, nema í eldhúsinu, og svo öll þessi leiðinlegu og daglegu vandamál: Höfum við efni á þessu eða hinu? En sárast alls var hin sífellda iðrun þess, að hafa gifzt manni, sem hún elskaði ekki. „Klæddu þig skjóllega, Elísa. Það er farið að snjóa. Þetta getur vel orðið erfitt ferðalag.11 Tom gekk á eftir henni inn í svefnherbergið. Stórar hendur gripu var- lega um höfuð hennar og varir hans snertu enni hennar með léttum kossi. „Ertu kvíðin, elskan mín?“ Hún hristi höfuðið. Nei, hún var ekki kvíðin, hún var aðeins hnuggin. Hún losaði sig varlega og klæddi sig í gráa tækifæriskjólinn. Hún leit aftur á armbandsúrið og greip um leið með tveim fingrum um litla silfurstjörnu, sem fest var við grannt armbandið. ,,Bent,“ 34 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.