Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 17

Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 17
SKRCÐGARÐAR Eftir ÓLA VAL HANNESSON Stallar. Þegar lokið er við nauðsynleg- an undirbúning, s. s. að girða, ræsa fram og aka mold, er hafizt handa um að móta og jafna til á lóðinni. Víða á lóðum, eða garðstæðum, kann að vera töluverður hæðarmismunur og mun það nær jafn algengt og hitt, að umhverfið sé flatt. Geta þannig staðhættir að sjálfsögðu skapað nokkurn vanda um það, hvernig heppilegast muni að haga mótun garðs- ins. Sú spurning vaknar t. d., hvort ekki kunni að vera nauðsynlegt að hlaða upp einn eða fleiri stalla (kanta) til að draga úr hallanum, og skapa sem láréttasta fleti, og jafnframt auðveldari umhirðu. Satt er, að garðar með sem mestu flat- lendi, eru mun léttari í meðferð hvað allt viðhald snertir. En víða getur hæðarmis- munur verið það mikill, að ekki verður komizt hjá þvi að hlaða upp marga, og jafnvel mjög háa stalla, til að ná áður- nefndu markmiði, og hverfa þá flestir kostir láréttu flatanna, þegar að hirðingu og viðhaldi stallanna kemur, sem oftast eru grasi klæddir. Sú tilhneiging virðist ákaflega ríkjandi hér að stalla lóðir strax og minnsti hæðarmismunur kemur í ljós. Er erfitt að átta’ sig á, á hverju sú fýsn byggist; hvort t. d. það muni eingöngu vera gert vegna óska um lárétta fleti, eða hvort álitið sé að garðurinn geti ekki öðl- azt hinn rétta svip nema hann sé sundur- brotinn af stöllum — eða, hvort eitthvað allt annað leynist þar á bak við. Oft hafa margar fagurlega lagaðar lóð- ir verið gjörsamlega eyðilagðar með stallafyrirkomulagi því, sem flestum virð- ist í blóð borið. Verri er þó sú staðreynd, að margir hafa algjörlega misst áhuga fyrir görðum sínum vegna þess erfiðis, sem þeir hafa þurft að leggja á sig við hirðingu þeirra vegna margra stalla. Að vísu verður ekki komizt hjá stallamynd- unum á lóðum, þar sem hæðarmismunur er mikill, hins vegar má ekki misbeita stallanotkun eins og alltítt er að gera, sízt af öllu, ef notaðir eru grasstallar. Það er algengast að byggja upp stalla af snyddu eða mold, sem síðan er tyrfð þökum, eða sáð í. Mun heppilegri lausn má telja, að hlaða þá heldur úr grjóti, og nýta þá fyrir steinbeðsplöntur og annan lágvaxinn gróður, sem þrifst hér vel. Um leið er þá fengið steinbeðið, sem margir láta sig dreyma um, og sem að öðrum kosti myndi vera staðsett sem hrúga í kring um flaggstöngina, eða á einhverj- um ennþá óheppilegri stað í garðinum. Og, þótt grjótstallar væru ekki skrýddir neinum gróðri, myndu þeir engu síður sóma sér vel, ef þeir væru haganlega hlaðnir. hjóna blómgast og haldið áfram af börn- um þeirra, og gat þá einnig rétt hjálpar- hönd. Samanber það, sem dóttir hennar sagði svo fallega: „Þegar hún mamma er heima, er öllu óhætt.“ Svo, þegar hún þurfti sjálf á hjálp að halda, já, jafnvel þá gat hún miðlað yl og birtu. Nú, þegar hún hefur kvatt fyrir fullt og allt, vil ég enda þessi orð mín með hinu gamla fagra versi: I þína umsjá nú, ástríki faðir, felum líf, byggð og bú, blundum svo glaðir. K. E . HÚSFREYJAN 17

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.