Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 6
mynda blöðin, sem eiga að verða umgerð
um myndir í fornum stíl. „Hér uni ég mér
alltaf vel, útsýn úr gluggunum er frjáls-
leg og falleg út yfir Álftanesið til hafs-
ins.“
Á loftinu er svefnherbergi forsetahjóna,
lítil stofa og gestaherbergi í suðurenda.
Þar býr nú sonarsonur þeirra, sem stund-
ar skólanám heima meðan foreldrar hans
eru erlendis.
I norðurenda loftsins eru þrjú herbergi
fyrir starfsstúlkur og rúmast þá ekki
meira í gamla húsinu sjálfu, en annað
starfslið býr í sérstöku húsi, sem reist
var austar á túninu. Gestaíbúð hefur ver-
ið útbúin í bakhúsi, þar sem áður voru
útihús. Eru það tvö herbergi, bað og lítið
eldhús.
Margt hjálpast að til að gera forseta-
setrið aðlaðandi, smekkleg húsgögn og
fögur listaverk, sem ýmist eru eign ríkis-
ins eða forsetahjónanna sjálfra. Ekki eru
húsgögn með nýtízkusniði, en veita þann
hlýleika, sem stundum verður útundan,
þegar stefnt er um of að hinum einföldu
tízkuformum.
Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir er alin
upp á fjölmennu heimili og varð snemma
að taka á sig húsmóðurskyldur vegna
veikinda og andláts móður sinnar. Síðar
varð hún ráðherrafrú og hefur því lengi
veitt forstöðu heimili, þar sem gestakom-
ur hafa verið tíðar. Var hún vel undir
þann vanda búin, sem fylgir stöðu for-
setafrúar. Hún telur réttilega, að á Bessa-
stöðum ,sem á öðrum heimilum, skipti
mestu máli að skapa ánægjulegan heim-
ilisblæ fyrir alla, heimamenn og gesti. Vík
ég þá að spurningum þeim, er mig langar
til að leggja fyrir forsetafrúna.
— Hefðuð þér fremur kosið yður annað
ævistarf en að vera móðir og húsfreyja?
— Nei, ekki held ég það, og raunar
hefur það aldrei komið til álita. Eftir að
móðir mín dó, gegndi ég húsmóðurstörf-
um hjá föður mínum í Laufási, svo trú-
lofaðist ég og giftist, og hef aldrei hugsað
mér annað hlutskipti.
— Teljið þér önnur störf líklegri til að
veita konum meiri persónuþroska?
— Nei, það tel ég ekki. Annars væri
líka illa komið fyrir kvenþjóðinni. Flest-
allar konur stunda heimilis- og húsmóð-
urstörf, og hætt við, að svo verði áfram
meðan það eru konurnar, sem fæða börn-
in og fóstra fram á unglingsár. Það væri
dálaglegt, ef við værum þannig af nátt-
úrunnar hendi dæmdar til einhverrar nið-
urlægingar og ambáttarstöðu. Við skul-
um vara okkur á því, konurnar, að gera
lítið úr barnauppeldi, fjölskyldu- og heim-
ilislífi. Mér hefur miklu heldur oft dottið
í hug, að ýmis störf, sem karlmenn oftast
vinna, séu miklu ólíklegri til andlegs
þroska. Annars verður hér engin regla
sett. Það fer mikið eftir upplaginu og ein-
staklingseðlinu, hve mikinn þroska
skyldustörf og hugðarefni veita konum
og körlum. Að sjálfsögðu ber konum fullt
jafnrétti við karlmenn. Þeim á að standa
opin hver leið, sem þær óska að fara, og
meðal ágætustu kvenna eru vissulega
konur, sem hafa valið sér annað hlutskipti
en karlinn, krakkana og heimilið.
— Hvaða vandamál virðast yður vera
efst á baugi í þjóðfélagi nútímans fyrir
íslenzkar konur?
— Uppeldið og næsta kynslóðin er
stærsta og göfugasta viðfangsefnið, eins
og alltaf hefur verið. Og alltaf er einhver
vandi á höndum, bæði í opinberum og
einkamálum, sem ég hirði þó ekki að
sundurliða. Þar gildir ekki heldur sama
reglan fyrir alla.
— Álítið þér trúarbragðafræðslu barna
í heimahúsum veigamikið uppeldisatriði?
— Ég er tvisvar búin að segja nei, en
nú kemur að því að geta sagt já, og það
með nokkurri áherzlu. Það vita allar kon-
ur, sem hafa lesið bænirnar með börnum
sínum, og gera sér far um að svara sem
bezt spurningum þeirra. Hinn vaknandi
barnshugur lítur venjulega trúaraugum á
tilveruna, og undrun breytist í aðdáun og
tilbeiðslu, ef vel tekst til um tilsvör og
skýringar. Viðtöl móður og barns koma
6
HÚSFREYJAN