Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 30

Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 30
SKRÚÐGARÐAR framhald af bls. 18. halda — og slíkt er t. d. nauðsynlegt frá vegi að húsi, að snúrustaurum, í geymsl- ur á lóð o. s. frv. — þarf breidd þeirra að vera 1,0—1,2 m, ef tveir eiga að geta gengið hlið við hlið með sæmilegu móti. Þar sem akbrauta er krafizt, t. d. heim að bifreiðaskýli, er lágmarksbreidd þeirra 2,0 m. Gangstigar eru gerðir þannig, að þegar lokið er að marka af svæðið, er jarðveg- urinn grafinn út í 20—25 sm dýpt og honum síðan jafnað út yfir lóðina. Eigi að helluleggja stígana, eru notaðar 50 X 50 sm eða 60 X 60 sm steinflísar, eða hellur af svipaðri stærð frá náttúrunnar hendi, sem lagðar eru á gróft sandlag, þannig, að flísarnar liggi jafnt yfirborði umhverfisins. Að leggja flísarnar beint á moldina blessast ekki. Að sjálfsögðu kemur til greina að leggja malarstíga, en þeir hafa svo marga ókosti í görðum, að ekki þykir ástæða til að mæla með þeim svo framarlega sem efni leyfa aðrar gerðir. Stiklur verður einnig að leggja í sand. Er hæfilegt að grafa ca. 15—18 sm holur fyrir þær, sem fylltar eru upp þannig, að stiklan verði í réttri dýpt. Trjágróður og runnar Með trjákenndum gróðri skapar garð- eigandinn umgjörðina um hýbýli sitt. Þegar jarðvinnslu er lokið og gengið hef- ur verið frá stígum og brautum, hefst gróðursetning, svo framarlega sem réttur tími er til framkvæmda á því verki. Val á trjákenndum gróðri fyrir garða veldur mörgum töluverðum heilabrotum, og þó einkum byrjendum. Svo framarlega sem garðurinn hefur ekki verið teiknaður, en slíkt ætti að vera föst regla, ættu byrj- endur að ráðfæra sig við fagmenn, og jafnframt kynna sér í bókum, hvað lík- legt er, að henta muni bezt við þeirra staðhætti, áður en hugsað er til kaupa á plöntum. Margar gróðrarstöðvar eru nú starf- ræktar á landinu, sem sinna eingöngu því hlutverki að ala upp plöntur fyrir skrúð- garða, og er starfsfólk þeirra yfirleitt boðið og búið til að veita hverjar þær upplýsingar, sem viðskiptavinir óska eftir. Ættu sem flestir að nota sér slíka þjón- ustu til hins ýtrasta. Með hliðsjón á vali á trjákenndum plöntum, ættu allir að fylgja þeirri megin- reglu að leggja fyrst og fremst áherzlu á gróðursetningu þeirra tegunda, sem eru harðgerðar, eða líklegt má ætla, að séu harðgerðar á viðkomandi stað, sé engin reynsla fyrir hendi til að byggja á. Að fylla garðinn með fjölda af sjald- gæfum og viðkvæmum plöntum, sem að- eins kunna að heppnast í góðu árferði, er fráleitt. Svo hægt sé að útbúa hentug, og jafnframt snotur og aðlaðandi trjá- plöntubeð, er nauðsynlegt að kynna sér nokkuð vaxtarlag, hæð og blómlit þeirra tegunda, er til greina koma. Að öðrum kosti er hætt við að niðurröðun tegund- anna verði ekki sem bezt. Yfirleitt fer vel á því að láta ákveðna trjátegund vera ráðandi í garðinum, bæði í beðum, sem ætluð eru til skjóls, og eins ef um stakstæðan gróður er að ræða hér og þar í hornum grasflata. Hér er björkin yfirleitt ríkjandi tré, og ekki að ástæðu- lausu, því að hún er öruggari en flestar aðrar trjátegundir, enda innlendur borg- ari. I sumum görðum er ilmreynir mest áberandi. Reyniátunni hættir þó til að leika hann grátt í sumum landshlutum, einkum þar sem úrkomu- og umhleyp- ingasamt er, og er þar miður heppilegt að nota hann sem aðaltré. Enn má geta þess, að á síðari árum eru alaskaösp og sitkagreni víða orðnar aðaltrjátegundir í görðum. Báðar tegundirnar spretta hratt (sitkagreni er þó lengi að ná sér af stað), en hættir til að verða um of fyrirferðar- miklar með aldri fyrir smágarða. Er því vafasamt, hvort það eigi rétt á sér að gróðursetja mikið af þeim, nema þar sem 30 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.