Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 32
OKKAR Á MILLI SAGT
öll tré strax frá byrjun, sem eru um eða
yfir 0,8 m að hæð, og má það teljast bráð-
nauðsynlegt á næðingssömum stöðum. —
Áður en gróðursett er, er því rekið öflugt
prik í holuna. Síðan er fyllt nokkuð af
mold og gömlu taði í kringum prikið. Er
því blandað vel saman, og notað til helm-
inga af hvoru. Þar næst er plöntunni hag-
rætt þannig, að hún verði í sömu hæð og
hún stóð áður; sést greinilega, hvar mold
hefur legið við stofninn. Næst er greitt
vel úr rótarkerfinu þannig, að ekkert fari
aflaga, eða liggi óeðlilega miðað við það,
sem áður var.
Bezt er, að tveir annist gróðursetningu,
ef stórar plöntur eiga í hlut. Annar heldur
þá plöntunni og stjórnar henni, en hinn
sér um að dreifa mold — sem gjarnan
má vera blönduð % af taði — í kringum
ræturnar og inn á milli þeirra. Nauðsyn-
legt er að mylja vel þessa blöndu, svo að
hún dreifist jafnt og þétt á milli rótanna.
Verður því að notast nokkuð við hend-
urnar, bæði til að pakka moldinni, og
eins til að hrista plöntuna gætilega —
1—2svar sinnum upp og niður í holunni.
Þegar holan er að mestu full, er þjappað
jafnt og fast með fótunum; ekki hvað sízt
er þetta nauðsynlegt út við jaðar holunn-
ar. Vökvun á eftir gróðursetningu er í
flestum tilfellum æskileg, nema jarðvegur
sé mjög rakur. Er þá rétt að mynda skál-
laga holu í kringum stofn plöntunnar og
fylla hana af vatni (10—12 1). Þegar
vatnið er vel sigið, er holan jöfnuð.
Auk þess sem rætur eru skornar á
plöntum fyrir gróðursetningu, kemur til
greina að sneiða nokkuð af krónu þeirra,
en þess gerist einkum þörf með plöntur,
sem hafa mikinn og öran ársvöxt, og til-
tölulega efnismikinn yfirjarðarhluta mið-
að við það rótarkerfi, sem næst til við
upptöku, t. d. víðir og ösp, ásamt ýmsum
runnum. Er þá klipptur —i/2 af grein-
um til að skapa samræmi milli rótarkerfis
og krónu. Strax að gróðursetningu lok-
inni eru trjáplönturnar bundnar við prik-
in, og þess vandlega gætt að snúran nuddi
ekki börkinn.
framhald af bls. 11.
lindir til þess að koma á ráðunautastarf-
semi í stórum stíl.
Það, sem nú er um að ræða er það,
hvernig eigi að knýja á um fé og stuðning
til aukinnar fræðslustarfsemi fyrir heim-
ili landsins.
í grg. búnaðarþings, er málið rakið frá
í þurrkatíð þarf að fylgjast vel með
jarðrakanum og vökva við og við, og þá
ríflega hverju sinni.
Aðferðin við gróðursetningu runna er
í aðalatriðum hin sama og við tré, þó er
yfirleitt ekki nauðsynlegt að veita runn-
um stuðning, nema mjög þéttir séu, og
búast megi við að næðingur taki mikið í
þá áður en þeir nái verulegri fótfestu. Það
er algengt hér að fólk kaupi allt of ungar
og smáar plöntur til gróðursetningar í
garða. Sérstaklega virðist það áberandi
til sveita og í þorpum úti á landi, þar sem
garðeigendur eiga erfitt með að afla ann-
arra plantna en þeirra, sem raunverulega
eru ætlaðar til skógræktar. Þótt mér sé
kunnugt um, að skógræktarmenn velji að-
eins það bezta, til sölu skrúðgarða, þá er
efniviður þeirra samt sem áður oftast full
veigalítill, til að geta talizt nægilega góð-
ur fyrir garða. Enda er raunin víða sú,
að vanhöld eru óskapleg. Einna mest er
þetta áberandi með barrtré; björkin er
heldur ekki góð.
Þótt plöntur úr gróðrarstöðvum garð-
yrkjumanna þyki yfirleitt dýrar, þá leik-
ur enginn vafi á því, að þar fást mun álit-
legri plöntur fyrir garða, enda eldri og
stærri, og með þróttmiklu rótarkerfi
vegna marg-endurtekinnar endurgróður-
setningar, einmitt í þeim tilgangi að
standast betur áföll veðra á unga aldri.
Það er því hagkvæmara að kaupa fáar
dýrar og góðar plöntur, en margar ódýr-
ar og lélegar, þegar farið er á stúfana í
þeim erindagjörðum.
Frh. í næsta blaði.
32
HÚSFREYJAN