Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 35
hugsaði hún ósjálfrátt. Hugur hennar
reikaði tvö ár aftur í tímann meðan hún
virti fyrir sér litlu silfurstjörnuna, sem
hékk við armbandið. Bent hafði sent henni
þessa stjörnu einu sinni, ásamt litlu ljóði,
sem hún hafði komið honum til að yrkja
og semja lag við:
Hví leitar þú gæfunnar langt yfir skammt
á lognöldum blikandi tjarna?
Að eltast við skugga, það er oss svo tamt
og undra fátt skiljum, en vitum það samt,
að jörð okkar er þó stjarna.
Það var mokdrífa, þegar þau komu út
í bakgarðinn. Tom sótti mótorhjólið og
bölvaði. Hliðarkarfan var öll rennblaut af
bráðnuðum snjó. „Við verðum heldur að
fara með sporvagni, Elísa.“
,,Nei,“ sagði hún, „við skulum bara
komast af stað. Það er tími til kominn.“
Hún hnipraði sig saman undir ábreiðum
og reyndi að halda á sér hita. Snjókornin
settust á augnalok hennar og bráðnuðu
samstundis og runnu niður kinnar henn-
ar. Henni fannst hávaðinn í mótorhjól-
inu ætla að sprengja hljóðhimnur eyrn-
anna. En hátt uppi á myrkum næturhimn-
inum yfir húsagörðum og húsþökum
kviknuðu blá og hvít ljós frá flugeldum,
er sprungu og tvístruðust. Bent. Þegar
þau beygðu fyrir næsta götuhorn var hún
meira að segja minnt á hann. Kvikmynda-
húsið á horninu hafði hengt upp stórar
auglýsingar. Ein þeirra var um miðnætur-
sýningu á nýársdag. Þar var nafn Bents
meðal 10 annarra vinsælla kvikmynda-
listamanna, sem áttu að koma fram á
sýningunni. „Bent Bang syngur með eigin
undirleik á gítar,“ stóð neðst á auglýs-
ingunni. Sárt andvarp leið frá brjósti
Elísu og hún seig saman í hinu óþægilega
sæti í hliðarkörfunni. „Ó, Bent,“ hugsaði
hún og varð um leið hugsað til barnsins,
sem hún átti bráðum að fæða í heiminn.
„Það hefði átt að vera okkar barn, Bent!“
Vangar hennar voru votir af bráðnuðum
snjó og tárum.
„Hvernig líður þér?“ spurði Tom við-
kvæmnislega.
„Ágætlega,“ svaraði hún hljómlausri
röddu.
Það var troðningur og umferð á öllum
götum. Kviknað hafði í gömlu jólatré í
þröngu húsasundi. Sírenur brunaliðsins
heyrðust í fjarska. Mótorhjólið beygði
fyrir horn og fyrir enda götunnar blasti
við stórt nýtízkuhús. Upplýst skilti undir
gleri yfir breiðum inngangi: Fæðingar-
stofnun Ástríðar Sörensen. Ung, vingjarn-
leg hjúkrunarkona tók á móti Tom og
Elísu, þegar þau komu inn í fordyrið.
„Góðan daginn, frú Nohr,“ sagði
hún alúðlega. „Nú er þetta komið svona
langt áleiðis?“ Hún tók undir handlegg
Elísu og leiddi hana eftir löngum gangi.
Tom kom vandræðalegur á eftir. „Nú skal
ég kalla á ungfrú Sörensen,“ sagði hjúkr-
unarkonan. „Gerðu svo vel að setjast á
meðan, frú Nohr!“ Hún leiddi Elísu
inn í rúmgóða biðstofu við endann á
ganginum og var svo horfin. Elísa settist
við gluggann og Tom við hlið henni og
lagði handlegginn utan um hana. „Ertu
hrædd?“ spurði hann hás. Hún brosti
dauflega og hristi höfuðið. „En það ert
þú, sem ert hræddur,“ sagði hún og at-
hugaði gráfölt andlit hans og órólegt
augnaráð.
„Hræddur?" sagði hann, „ekki vitund.
Ég veit, að þú ert í góðum höndum hér.“
1 lítilli skrifstofu við hliðina á biðstof-
unni stóð ungur maður og talaði í síma.
Elísa kipptist við, þegar hún heyrði rödd
mannsins í gegnum hálfopnar dyrnar. —
„Ómögulegt,“ hugsaði hún, „ómögulegt.
Það getur ekki verið Bent, einmitt hér
og einmitt í kvöld.“ En þetta var málróm-
ur Bents. Hún hefði þekkt hann meðal
þúsunda.
„Nei, heyrðu nú, sæta,“ sagði röddin,
„ég er hræðilega upptekinn núna. Ég get
undir engum kringumstæðum komið fyrr
en eftir miðnætti. En þið getið bara byrj-
að hófið. Ég kem áreiðanlega.“
Elísa greip skjálfandi hendi í hjarta-
stað. Nú kom ný þrautakviða. Hún lokaði
augunum. Allar sárar endurminningar frá
því fyrir tveimur árum ultu yfir hugann
HÚSFREYJAN
35