Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 13

Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 13
framdráttar? Fyrir nokkru sagði mið- aldra einstæðingskona við mig: ,,Til hvers hef ég lifað, hvaða gagn hef ég gert í heiminum?" Af því að ég þekkti konuna vel, svaraði ég hiklaust, og var viss um að það, sem ég sagði, var rétt: ,,Ég ætla ekki að telja upp, hvað þú hefur gert fyrir þína nánustu, foreldra, systkini og syst- kinabörn, en áhrifa þinna gætir á tvenns konar annan hátt. Þú hefur starfað með rnörgu fólki í mörg ár, þú hefur verið því fyrirmynd, ekki síz.t unga fólkinu, í ráð- vendni og trúmennsku í starfinu og þú hefur jafnframt verið því félagi og vinur, sem það gat alltaf treyst. En auk þessa gætir áhrifa þinna í félagslífinu í sam- bandi við alla, sem þú umgengst. Góðvild, hlýja og fórnfýsi í starfi auðkennir allt, sem þú leggur til mála, og þessir eigin- leikar kalla fram eitthvað svipað hjá þeim, sem með þér eru. Hver getur þá um það sagt, hverju þú hefur til leiðar komið í heiminum, og hversu langt áhrif þín ná?“ Þetta sama vildi ég segja við ykkur allar, sem þessi orð mín lesið: Þið vitið ekki, hverju þið fáið áorkað með hugsunum og daglegu viðmóti og viðhorfi til lífsins. Að lokum þetta: I húsmæðrabréfinu í fyrra stingur frú Bodil Koch upp á því, að Nordens Husmoder Forbund taki að sér að leiða saman og láta hittast hús- mæður austurs og vesturs, svo að þær gætu rætt sitt sameiginlega áhugamál: velferð heimilanna. Næsta sumar á að vera þing N.H.F. í Svíþjóð. Væri ekki ráð að taka þetta mál þar til umræðu og vita, hvort samtökin vildu ekki gangast fyrir því að boða til slíks alheimsfundar hús- mæðra fyrst og fremst blátt áfram til kynningar? Þar ættu að mætast konur úr öllum áttum veraldar, ekki til þess að leysa nein heimsvandamál, heldur til þess eins að kynnast vandamálum hver ann- arrar og reyna að skilja hver aðra. Hver veit, hvað sterk áhrif slíkra kjmningar- funda gætu orðið á þjóðirnar smátt og smátt? Aðalbjörg Sigurðardóttir. Til sambandsformanna Reykjavík, 21. apríl 1960. FJÓRÐI formannafundur Kvenfélagasambands ís- Iands verður haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykja- vík, dagana 14.—16. júní n.k. og verður settur með hátiðafundi, í tilefni af 30 ára afmæli sam- bandsins, þriðjudaginn 14. júní kl. 8,30 að kvöldi. Fundardagar verða að öðru leyti miðvikudag- urinn 15. og fimmtudagurinn 16. júní, og er dag- skrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar um starfscmi sambandsins frá siðasta landsþingi. 2. Skýrsla um tímarit sambandsins, Húsfreyj- una. 3. Starfsemi sambandsins og fjármál. 4. Ráðunautastarfsemi, sbr. bréf dags. 5. þ.m. 5. Frá félagsmálanefnd. 6. Frá starfsíþróttamóti í Danmiirku haustið 1959. Erindi: Steinunn Ingimundardóttir. 7. Önnur mál. Áskilinn er réttur til breytinga á dagskránni, ef hcntugra þykir. Formenn, sem ekki hafa skilað endurskoðuð- um lögum sambands síns, eru áminntar um að gera það á fundinum. Með félagskvenðju, Rannveig Þorsteinsdóttir (formaður) Aðalbjörg Sigurðardóttir Helga Magnúsdóttir HORFT UM ÖXL framhald af blaðsíðu 9 geislum í endurminningunni. Ég er ánægð með kennsluaðferðirnar mínar og hundr- að krónurnar úr hendi biskupsins, — styrk Búnaðarfélagsins. Ég bið svo að lokum hann, sem öllu stjórnar og leiðum ræður að breiða kær- leiksljós sitt yfir öll störf Sambands þing- eyskra kvenfélaga í þágu menningar og mannbóta. HÚSFREYJAN 13

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.