Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 10

Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 10
Rannveig Þorsteinsdóttir: Okkar á milli sagt FRÁ því að samband vort, Kvenfélaga- samband Islands, var stofnað fyrir 30 árum, hefur eitt aðaláhugamál þess verið fræðslustarfsemi á vegum sam- takanna, innan kvenfélaganna, á veg- um héraðssambandanna. og með öll- um þeim stuðningi, sem K. I. gat veitt á hverjum tíma. Stuðningur K.I. hefur legið í því að greiða styrk út á námskeið, og að hafa ráðunauta og kennara í þjónustu sinni, sem hafa ferðazt milli sambanda og félaga. Eftir ályktunum, sem borizt hafa frá fundum héraðssambanda víðs vegar að, og ef dæma má eftir umræðum á fund- um sambandanna, þá er áhuginn fyrir fræðslu sífellt vakandi, og aldrei meiri en nú. Þessi mál voru líka mjög til um- ræðu á síðasta landsfundi, og eru nú sem fyrr áhugamál kvenna um land allt. Síðasta landsþing K.I. gerði ályktun um að óska samstarfs við Búnaðarfé- lag Islands um fræðslustarf vegna heimilanna og kaus þingið milliþinga- nefnd í málið. Það var engan veginn út í bláinn, að ákveðið var að ræða við B.I. um þessi mál. Búnaðarsamtökin hafa að undanförnu sýnt mikinn skilning á fræðslustarfi til heimilanna, og eiga m. a. kennslutæki, t. d. kvikmyndir, sem eru mjög góð, einmitt við þá fræðslustarfsemi, sem heimilisráðu- nautur K. I. hefur með höndum. Áhugi kvenna fyrir fræðslu beinist einkum að tvennu, það eru heimilismál, sem auðvitað ná yfir ákaflega margt, og garðyrkjumál, sem tekur yfir græn- metis- og skrúðgarðarækt. Um þessi mál hafa verið allmiklar umræður síðustu mánuðina. Stjórnin hefur rætt þau og milliþinganefndin hefur haldið marga fundi og flutt mál- ið síðan á búnaðarþingi, þar sem því var tekið með skilningi og velvilja. Eftir að málið hafði hlotið afgreiðslu á búnaðarþingi, sendi stjórn K.I. öll- um formönnum héraðssambandanna eftirfarandi bréf: Svo sem öllum formönnum héraðssam- banda er kunnugt, var á síðasta landsþingi K.í. kosin nefnd til þess að leita samstarfs við Búnaðarfélag Islands á sem víðtækustum grundvelli. Nefndina skipa þær Ragna Sig- urðardóttir, Þórustöðum, Ölfusi, Helga Sig- urðardóttir, skólastjóri Húsmæðrakennara- skóla íslands, Reykjavík, og Sigríður Sigur- jónsdóttir, Hurðarbaki, Reykholtsdal. Nefndin flutti mól sitt á nýafstöðnu búnað- arþingi og var málið afgreitt þar með svo- felldri óiyktun: „Búnaðarþing lýsir yfir eindregnum stuðn- ingi við ósk Kvenfélagasambands íslands um samstarf við ráðunautaþjónustu. Telur þingið nauðsynlegt að þetta samstarf verði rætt í búnaðarsamböndunum og skorar því ó aðal- fundi allra búnaðarsambanda að taka málið til umræðu á komandi vori. Ennfremur telur þingið þörf á að samstarf- ið verði skipulagt og mótað með samstarfi milli Búnaðarfélags íslands og Kvenfélaga- sambands íslands og ákveður því að kjósa þriggja manna nefnd af sinni hálfu, til við- ræðu við starfandi nefnd Kvenfélagasamb. um framtíðarfyrirkomulag þessa starfs, og skili hún till. sínum fyrir næsta Búnaðar- þing.“ í greinargerð segir: ,,Mál þetta er komið til Búnaðarþings frá nefnd, er Landsþing Kvenfélagasamb. íslands kaus á s.l. ári. Er þar farið fram á samstarf 10 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.