Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 12

Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 12
Húsmæðrabréfið fyrir Norðurlönd árið 1960 Eftir AÐALBJÖRGU SIGURÐARDÓTTUR HÚSMÆÐRADAGUR Norðurlanda, 10. marz, á sinn sérstaka hugblæ, eins og aðrir hátíðisdagar. Við vitum, að þá safn- ast húsmæður Norðurlanda saman í sín- um mörgu, smáu eða stóru félögum, utan um eina sameiginlega hugsun og hugsjón: velferð heimilanna. Þessar sameiginlegu hugsanir og bænir, beint á sama tíma að sameiginlegu marki, ættu að geta myndað sterkan aflstraum, sem ýtti hindrunum úr vegi og flýtti fyrir, að settu marki yrði náð. Ef við tryðum þessu ekki, sýnast mér þessir fundir, þennan sérstaka dag vera markleysa ein. En hvað er það þá, sem myndi vera þýðingarmest fyrir velferð heimilanna, ekki eingöngu hér á Norðurlöndum, held- ur um heim allan, hvort sem heimilin eru stór eða smá, rík eða fátæk, og hvar í þjóðfélagsstiganum, sem þau standa? Er það ekki blátt áfram hinn 19 alda gamli boðskapur um frið á jörðu, sem þó enn hefur aldrei komizt í framkvæmd? Hvernig er þá unnt að ná þessu friðar- marki, sem eitt getur losað heimilin við sífelldan ótta og öryggisleysi ? Er það með síauknum vígbúnaði og vörnum þjóðanna, svo að þær standi jafnan stríðsbúnar hver gagnvart annarri og haldi hver annarri í skefjum, svo að enginn þori að ráðast á annan? Við vitum allar, að þetta er engin lausn á vandamálinu, og að eins og nú er komið, þarf ekki annað en slysni, eitt óhappa- eða brjálæðisverk, til þess að leggja mikinn fjölda allra heimila jarðar- innar í rúst, við vitum það líka, að þá yrði engum vörnum við komið. Hvað eigum við konur þá að gera, eða getum við nokkuð gert? Ekki stjórnum við heiminum, ekki erum við spurðar ráða, þegar stórmenni heims taka ákvarð- anir um stríð eða frið. Ekki erum við yfir- leitt neinir sérfræðingar í vísindum eða stjórnspeki, sem mannkyni mætti að gagni verða. Okkar einu vísindi, okkar eina speki hefur verið í því fólgin að vernda óborið líf jarðarbúa og hlynna að því á fyrstu árum ungviðisins, svo að það mætti ná nokkrum þroska. Jafnvel á þessu sviði höfum við verið fáfróðar í augum fræðimanna, sem við vissulega getum lært margt af. En við höfum haft eina stjörnu, sem lýst hefur okkur leið í myrkri vanþekk- ingar og alls konar erfiðleika og hefur opinberað okkur speki, sem stundum er hulin vitringunum. Stjarnan er stjarna kærleikans, kærleikans til bamsins og til heimilisins, sem við höfum skapað barn- inu til öryggis. Við ljós þeirrar stjörnu höfum við svo uppgötvað hið stóra heim- ili þjóðfélagsins og síðast jarðarheimilið allt. Og stjarnan hefur sýnt okkur fleira. Hún hefur sýnt okkur, að hatri verður aldrei útrýmt með hatri, tortryggni með tortryggni, ófriði með ófriði, vopnum með vopnum, yfirgangi með yfirgangi. Hver er þá leiðin tii friðar samkvæmt Ijósi kær- leiksstjörnunnar? Hún er ein og aðeins ein: Skilningur og samúð á milli þjóða, sem þó verður að byrja hið innra með einstaklingunum, nógu mörgum með hin- um ýmsu þjóðum, svo að þeir smátt og smátt fái áhrif á almenningsálitið, hver í sínu landi. Jörðin er orðin svo lítil vegna samgangna og aukinna samskipta, sem sagt vegna hinnar ytri tækni, að ef nú fylgir ekki með hinn innri skilningur kær- leikans, þá er voðinn vís fyrir alla hlut- aðeigendur. Hvað getum við gert þessu máli til 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.